Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Í haust fór af stað átakið MeToo á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Með því vilja konur rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Átakið hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Konur úr flestum starfsstéttum hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfsumhverfi sínu. Konur sem vinna að því að ná árangri innan sinnar starfsstéttar hafa sagt frá ótrúlegum hindrunum sem orðið hafa á vegi þeirra. Konur í stjórnmálum hafa einnig orðið fyrir slíkri áreitni þegar barátta um áheyrn og jafnrétti til áhrifa er annars vegar. Það hefur haft þær afleiðingar að margar konur hafa ekki treyst sér til að starfa áfram á vettvangi stjórnmálanna. MeToo átakið hvetur konur til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi, óháð þjóðfélagsstöðu og búsetu. Það fær karlmenn til að leiða hugann að þeim röngu skilaboðum sem þeir eru að senda út og sýnir þeim að slíkt viðmót verður hvorki viðurkennt né umborið. Dagana 28.-30. nóvember verður haldin ráðstefna í Hörpu á vegum Women Political Leaders sem eru alþjóðleg samtök kvenna í stjórnmálum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Alþingi og munu íslenskar konur í stjórnmálum vera gestgjafar að þessu sinni. Það er óhætt að fullyrða að MeToo átakið mun þjappa konum saman á heimsvísu til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi og rjúfa þögnina sem fylgt hefur konum í gegnum aldirnar.Opin umræða er besta vopnið Framsókn hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og forvarnir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og vill að sett verði aukið fé í verkefnið svo það megi verða að veruleika. Í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur var sett reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1990/2015. Þar er komið inn á skyldur bæði starfsmanna og atvinnurekenda þegar upp koma slík mál á vinnustöðum og hvaða leiðir eru færar til að uppræta slíkt. Fyrst og síðast er að opin umræða um málefnið er okkur öllum nauðsynleg, því í þögguninni leynast holur fyrir gerendur að dyljast í og halda áfram á sömu braut. Konur á Íslandi geta verið leiðandi í þessari mikilvægu umræðu og stutt kynsystur sínar víðsvegar um heiminn til að standa upp og verjast þessu.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í haust fór af stað átakið MeToo á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Með því vilja konur rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Átakið hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Konur úr flestum starfsstéttum hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfsumhverfi sínu. Konur sem vinna að því að ná árangri innan sinnar starfsstéttar hafa sagt frá ótrúlegum hindrunum sem orðið hafa á vegi þeirra. Konur í stjórnmálum hafa einnig orðið fyrir slíkri áreitni þegar barátta um áheyrn og jafnrétti til áhrifa er annars vegar. Það hefur haft þær afleiðingar að margar konur hafa ekki treyst sér til að starfa áfram á vettvangi stjórnmálanna. MeToo átakið hvetur konur til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi, óháð þjóðfélagsstöðu og búsetu. Það fær karlmenn til að leiða hugann að þeim röngu skilaboðum sem þeir eru að senda út og sýnir þeim að slíkt viðmót verður hvorki viðurkennt né umborið. Dagana 28.-30. nóvember verður haldin ráðstefna í Hörpu á vegum Women Political Leaders sem eru alþjóðleg samtök kvenna í stjórnmálum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Alþingi og munu íslenskar konur í stjórnmálum vera gestgjafar að þessu sinni. Það er óhætt að fullyrða að MeToo átakið mun þjappa konum saman á heimsvísu til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi og rjúfa þögnina sem fylgt hefur konum í gegnum aldirnar.Opin umræða er besta vopnið Framsókn hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og forvarnir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og vill að sett verði aukið fé í verkefnið svo það megi verða að veruleika. Í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur var sett reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1990/2015. Þar er komið inn á skyldur bæði starfsmanna og atvinnurekenda þegar upp koma slík mál á vinnustöðum og hvaða leiðir eru færar til að uppræta slíkt. Fyrst og síðast er að opin umræða um málefnið er okkur öllum nauðsynleg, því í þögguninni leynast holur fyrir gerendur að dyljast í og halda áfram á sömu braut. Konur á Íslandi geta verið leiðandi í þessari mikilvægu umræðu og stutt kynsystur sínar víðsvegar um heiminn til að standa upp og verjast þessu.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun