Erlend verslun að færast aftur heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 19:30 Vísbendingar eru um að dregið hafi úr verslunarferðum Íslendinga til annarra landa og að erlend verslun sé að færast aftur heim, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Líklegasta skýringin séu erlendar hefðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Lögfræðingur hjá Neytendastofu biður fólk um að vera á varðbergi því dæmi séu um að verslanir misnoti sér kaupgleði landans.Erlendar hefðir að festa sig í sessi Kaupmenn hafa undanfarnar vikur auglýst útsölur sem aldrei fyrr en tilefnið eru stórir afsláttardagar sem allir eiga rætur sínar að rekja til útlanda, og virðast vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Hvert sölumetið á fætur öðru hefur fallið, og fastlega er gert ráð fyrir að nýtt met falli í dag á rafrænum mánudegi, eða Cyber Monday, þar sem netverslanir bjóða afslætti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir að vissulega séu skiptar skoðanir á ágæti erlendra hefða hér á landi – sé það ljóst að neytendur fagni lægra vöruverði. „Þessir þrír stóru dagar núna í nóvember hafa að okkar mati haft þau áhrif að það er mun minni hvati til þess að fara í svokallaðar verslunarferðir til útlanda og fólk getur gert sömu reifarakaupin hér og það gerir annars staðar. Enda held ég að það sé alveg ljóst að það hefur dregið mjög úr verslunarferðum til borganna í kringum okkur og það má rekja til þess að fólk getur gert góð eða jafngóð kaup hérna heima,“ segir Andrés. Þá hafi dagarnir sömuleiðis haft jákvæð áhrif á jólaverslun. „Þetta hefur haft þau áhrif að jólaverslun dreifist meira. Þ.e stærri hluti jólaverslunarinnar verður í nóvembermánuði og það er jákvætt," segir hann.En er fólk að kaupa meira? „Örugglega. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman."Þórunn tekur fram að þó ábendingum hafi ekki fjölgað í ár - séu þær alltaf til staðar.Ekki allir sem standa sína plikt Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, tekur undir það að lægra vöruverð sé alltaf gleðiefni. Hins vegar séu dæmi um að verslanir misnoti sér kaupgleði Íslendinga og hækki verð rétt fyrir útsölur. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með og að hafa samband við stofnunina, telji það sig hafa verið svikið. „Í gegnum tíðina höfum við fengið mjög mikið af ábendingum um það og það eru neytendur sem hafa fylgst með vörunum og séð að þær eru á tilteknu verði,“ segir hún. „Við erum núna með til skoðunar ábendingar um að fyrirtæki hafi hreinlega hækkað verð og að verðið á útsölu sé í rauninni hærra en áður en útsalan byrjaði.“ Þórunn bendir á að hægt sé að senda ábendingar í gegnum vefsíðu Neytendastofu; www.neytendastofa.is. Tengdar fréttir Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Vísbendingar eru um að dregið hafi úr verslunarferðum Íslendinga til annarra landa og að erlend verslun sé að færast aftur heim, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Líklegasta skýringin séu erlendar hefðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Lögfræðingur hjá Neytendastofu biður fólk um að vera á varðbergi því dæmi séu um að verslanir misnoti sér kaupgleði landans.Erlendar hefðir að festa sig í sessi Kaupmenn hafa undanfarnar vikur auglýst útsölur sem aldrei fyrr en tilefnið eru stórir afsláttardagar sem allir eiga rætur sínar að rekja til útlanda, og virðast vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Hvert sölumetið á fætur öðru hefur fallið, og fastlega er gert ráð fyrir að nýtt met falli í dag á rafrænum mánudegi, eða Cyber Monday, þar sem netverslanir bjóða afslætti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir að vissulega séu skiptar skoðanir á ágæti erlendra hefða hér á landi – sé það ljóst að neytendur fagni lægra vöruverði. „Þessir þrír stóru dagar núna í nóvember hafa að okkar mati haft þau áhrif að það er mun minni hvati til þess að fara í svokallaðar verslunarferðir til útlanda og fólk getur gert sömu reifarakaupin hér og það gerir annars staðar. Enda held ég að það sé alveg ljóst að það hefur dregið mjög úr verslunarferðum til borganna í kringum okkur og það má rekja til þess að fólk getur gert góð eða jafngóð kaup hérna heima,“ segir Andrés. Þá hafi dagarnir sömuleiðis haft jákvæð áhrif á jólaverslun. „Þetta hefur haft þau áhrif að jólaverslun dreifist meira. Þ.e stærri hluti jólaverslunarinnar verður í nóvembermánuði og það er jákvætt," segir hann.En er fólk að kaupa meira? „Örugglega. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman."Þórunn tekur fram að þó ábendingum hafi ekki fjölgað í ár - séu þær alltaf til staðar.Ekki allir sem standa sína plikt Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, tekur undir það að lægra vöruverð sé alltaf gleðiefni. Hins vegar séu dæmi um að verslanir misnoti sér kaupgleði Íslendinga og hækki verð rétt fyrir útsölur. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með og að hafa samband við stofnunina, telji það sig hafa verið svikið. „Í gegnum tíðina höfum við fengið mjög mikið af ábendingum um það og það eru neytendur sem hafa fylgst með vörunum og séð að þær eru á tilteknu verði,“ segir hún. „Við erum núna með til skoðunar ábendingar um að fyrirtæki hafi hreinlega hækkað verð og að verðið á útsölu sé í rauninni hærra en áður en útsalan byrjaði.“ Þórunn bendir á að hægt sé að senda ábendingar í gegnum vefsíðu Neytendastofu; www.neytendastofa.is.
Tengdar fréttir Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48
Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00