Hækkandi sjávarmál leysir kjarnorkuúrgang úr læðingi Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2017 15:30 Hvelfingin lítur helst út eins og fljúgandi diskur. Myndin var tekin árið 1980 þegar smíði hvelfingarinnar var nýlokið. Vísir/AFP Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu. Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu.
Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira