Mótmælin í París hafa átt sér stað á fyrir utan sendiráð Líbíu þar sem hvatt er til þess að þrælahald verði lagt af og að einangrunarbúðir flóttafólks verði lokaðar í Líbíu. Lögregla í París beitti táragasi á mótmælendur sem margir létu reiði sína bitna á lögreglu.

Í frétt CNN kemur fram að fólkið sé selt á jafnvirði um 40 þúsund króna eða meira. Segir að smyglarar séu með þessu að leita nýrra leita til að losa sig við flóttamenn sem bíða eftir að komast til Evrópu.
Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að milli 700 þúsund og ein milljón flóttamanna hafist nú við Líbíu og að rúmlega tvö þúsund flóttamanna hafi látið lífið þegar þeir hafi reynt að komast sjóleiðina til Evrópu, yfir Miðjarðarhaf.
Innslag CNN má sjá að neðan en þar mætir fréttamaður stöðvarinnar á uppboð í Líbíu þar sem verið er að selja flóttamenn í þrældóm.