Fótbolti

Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson verður örugglega að horfa á skjáinn á föstudaginn.
Gylfi Þór Sigurðsson verður örugglega að horfa á skjáinn á föstudaginn. Vísir/Getty
Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári.

Ísland verður í fyrsta sinn í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í Kremlín-höllinni í Moskvu en þrjú aðrar þjóðir munu enda í riðli með íslenska landsliðinu.

Auk þessa kemur í ljós í hvaða riðli Ísland verður næsta sumar þá verður að á hreinu hvar og hvenær íslenska landsliðið mun spila næsta sumar.

FIFA hefur nú sett saman myndband sem sem útskýrir nákvæmlega hvernig drátturinn fer fram á föstudaginn.

Það eru margir sem bíða spenntir eftir hvaða liðum Ísland mætir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Ísland gæti sem dæmi endaði í riðli með Suður-Ameríkurisa (Brasilíu eða Argentínu) og Evrópurisa (Spánn eða England). 

Hægt er að horfa á myndbandið á Youtube-rás FIFA eða á heimasíðu FIFA.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×