Málinu lokað í dag eða á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 11:12 Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ríkisstjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja eru, eins og áður hefur komið fram langt komnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði „málinu lokað“ annað hvort í dag eða á morgun er hún ræddi við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brink„Við erum langt komin. Við erum ekki búin að loka málinu en það hvílir á okkur að gera það í raun og veru í dag eða á morgun,“ sagði Katrín sem sagði tímann til viðræðna nú um það bil að renna út. „Þannig að við erum að vinna þetta þannig að sá tími sem við höfum gefið okkur hann fer að verða á enda.“ Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni í gær og sagði þar væntanlega stjórnarmyndun vissulega verða „mjög knappa“. Þá viðurkenndi hún einnig að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Frábrugðið stjórnarmyndunarviðræðum að vori Þá nefndi Katrín í Sprengisandi í morgun að helstu ágreiningsefni flokkanna lytu að fjármögnun á ýmsum verkefnum ríkisstjórnarinnar. Fjármálin gegni þá ekki síst stóru hlutverki í viðræðunum vegna þess tíma árs sem nú er. Flokkarnir þrír standi því frammi fyrir tveimur veigamiklum verkefnum, ólíkt því sem hefðbundið er eftir kosningar að vori. Það að „loka málinu“ sé tvíþætt ferli. „Það þýðir í raun og veru annars vegar að ljúka málinu með samningi og hins vegar, það sem spilar inn í og gerir þetta aðeins lengra en stjórnarmyndunarviðræður að vori, þegar við kjósum á eðlilegum tíma, það er auðvitað sú staðreynd að við erum með fjárlög sem samþykkja þarf fyrir áramót,“ sagði Katrín. Hún sagði síðustu daga enn fremur að miklu leyti hafa farið í vinnu við fjárlögin. „Við erum að fara yfir tillögur í fjárlögum samhliða þessum lokametrum í málefnasamningi.“ Morgundagurinn gæti því mögulega haft stórar fregnir í för með sér en nú eigi í raun aðeins eftir að loka ákveðnum málaflokkum, lokahnykkurinn standi út af. „Á morgun ættu línur að skýrast,“ sagði Katrín, sem enn er nokkuð bjartsýn á að stjórnarmyndun flokkanna þriggja gangi upp. „Algjörlega. Nú er bara af eða á.“Viðtalið Katrínu í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 „Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ríkisstjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja eru, eins og áður hefur komið fram langt komnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði „málinu lokað“ annað hvort í dag eða á morgun er hún ræddi við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brink„Við erum langt komin. Við erum ekki búin að loka málinu en það hvílir á okkur að gera það í raun og veru í dag eða á morgun,“ sagði Katrín sem sagði tímann til viðræðna nú um það bil að renna út. „Þannig að við erum að vinna þetta þannig að sá tími sem við höfum gefið okkur hann fer að verða á enda.“ Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni í gær og sagði þar væntanlega stjórnarmyndun vissulega verða „mjög knappa“. Þá viðurkenndi hún einnig að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Frábrugðið stjórnarmyndunarviðræðum að vori Þá nefndi Katrín í Sprengisandi í morgun að helstu ágreiningsefni flokkanna lytu að fjármögnun á ýmsum verkefnum ríkisstjórnarinnar. Fjármálin gegni þá ekki síst stóru hlutverki í viðræðunum vegna þess tíma árs sem nú er. Flokkarnir þrír standi því frammi fyrir tveimur veigamiklum verkefnum, ólíkt því sem hefðbundið er eftir kosningar að vori. Það að „loka málinu“ sé tvíþætt ferli. „Það þýðir í raun og veru annars vegar að ljúka málinu með samningi og hins vegar, það sem spilar inn í og gerir þetta aðeins lengra en stjórnarmyndunarviðræður að vori, þegar við kjósum á eðlilegum tíma, það er auðvitað sú staðreynd að við erum með fjárlög sem samþykkja þarf fyrir áramót,“ sagði Katrín. Hún sagði síðustu daga enn fremur að miklu leyti hafa farið í vinnu við fjárlögin. „Við erum að fara yfir tillögur í fjárlögum samhliða þessum lokametrum í málefnasamningi.“ Morgundagurinn gæti því mögulega haft stórar fregnir í för með sér en nú eigi í raun aðeins eftir að loka ákveðnum málaflokkum, lokahnykkurinn standi út af. „Á morgun ættu línur að skýrast,“ sagði Katrín, sem enn er nokkuð bjartsýn á að stjórnarmyndun flokkanna þriggja gangi upp. „Algjörlega. Nú er bara af eða á.“Viðtalið Katrínu í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 „Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
„Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49