Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í þýska meistaraliðinu Wolfsburg mæta Slavia Prag frá Tékklandi í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í dag.
Tékkneska liðið hafði betur gegn Stjörnunni í 16 liða úrslitunum þannig að landsliðsfyrirliðinn getur hefnt fyrir ófarir samlanda sinna í næstu umferð.
Einnig var dregið til undanúrslitanna en komist Wolfsburg þangað mætir það annað hvort Montpellier eða Chelsea. María Þórisdóttir spilar með Chelsea.
Átta liða úrslitin fara fram 21. og 22. mars og 28. og 29. mars.
Átta liða úrslit:
Montpellier – Chelsea
Wolfsburg – Slavia Prag
Manchester City – Linköping
Lyon – Barcelona
Undanúrslit:
Montpellier/Chelsea – Wolfsburg/Slavia Prag
Manchester City/Linköping – Lyon/Barcelona
Sara Björk getur hefnt fyrir tap Stjörnukvenna
Tómas Þór Þórðarson skrifar
