Störf Alþingis komin í mikla tímaþröng Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2017 12:45 Nýir þingmenn voru teknir í kennslustund um þingstörf á dögunum. Vísir/Eyþór Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng. Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng.
Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira