„Stjarfur af hræðslu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 18:58 „Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi. Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
„Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi.
Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels