Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:00 Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels