Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:00 Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00