Það er algengt að leikmenn kasti treyju sinni upp í stúku eftir leiki. Buffon gaf hins vegar stuðningsmanni Juventus stuttbuxurnar sem hann klæddist í leiknum.
Stuðningsmaðurinn sem var svo heppinn að fá stuttbuxurnar hans Buffons var að vonum kátur eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Markvörðurinn goðsagnakenndi skokkaði svo af velli á nærbuxunum.
Buffon átti góðan leik gegn Barcelona og varði nokkrum sinnum vel. Juventus er í 2. sæti D-riðils með átta stig, einu stigi á undan Sporting sem er í 3. sætinu.
Juventus þarf því að vinna Olympiakos í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast áfram í 16-liða úrslit.

