Búnir að rústa markametinu í Meistaradeildinni og það er enn einn leikur eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 12:00 Neymar er túrbó gírinn í sóknarleik PSG. Hann hefur komið að 10 mörkum í 5 leikjum liðsins í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Leikmenn franska liðsins Paris Saint Germain voru enn á ný á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið vann 7-1 sigur á Celtic frá Skotlandi. Þetta þýðir að PSG-liðið er nú búið að skora 24 mörk í 5 leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það er nýtt met. PSG er með 4,8 mörk að meðaltali í leik. Gamla metið yfir flest mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar átti þýska liðið Borussia Dortmund sem skoraði 21 mark í riðli sínum á síðasta tímabili. Neymar og félagar eru því algjörlega búnir að rústa markametinu í Meistaradeildinni þrátt fyrir að það sé enn einn leikur eftir. Liðið spilar við Bayern München 5. desember næstkomandi.Paris Saint-Germain has scored 24 goals in this year's Champions League group stage, the most ever by a team in a single season. (Prev: 2016-17 Dortmund - 21) They still have one match to play (Dec. 5 at Bayern Munich). — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 22, 2017 Hér fyrir neðan má sjá þessa fimm sögulegu leiki Paris Saint Germain liðsins í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Edinson Cavani og Neymar hafa báðir skorað sex mörk í þessum fimm leikjum en Neymar er einnig með fjórar stoðsendingar. Layvin Kurzawa og Kylian Mbappé hafa síðan skorað þrjú mörk hver. Kurzawa er vinstri bakvörður og Mbappé er ekki orðinn 19 ára gamall.PSG in the Champions League this season: 0-5 Celtic 3-0 Bayern 0-4 Anderlecht 5-0 Anderlecht 7-1 Celtic Unstoppable. pic.twitter.com/I7y7olcvIV — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 22, 2017 24 - Paris have scored more goals in a single Champions League group stage than any other side ever. Update. pic.twitter.com/lw2nET6pO2— OptaJoe (@OptaJoe) November 22, 2017 Leikmenn Paris Saint Germain hafa skorað átta mörkum meira en næsta lið í keppninni sem er enska liðið Liverpool. Liverpool er samt með 3,2 mörk að meðaltali í leik sem ætti oftast að duga í efsta sætið.Flest mörk í Meistaradeildinni til þessa í vetur: Paris Saint Germain 24 Liverpool 16 Chelsea 15 Real Madrid 14 Manchester City 13 Sevilla 11 Tottenham 11 Porto 10 Bayern München 10 Napoli 10 Manchester United 10 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Leikmenn franska liðsins Paris Saint Germain voru enn á ný á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið vann 7-1 sigur á Celtic frá Skotlandi. Þetta þýðir að PSG-liðið er nú búið að skora 24 mörk í 5 leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það er nýtt met. PSG er með 4,8 mörk að meðaltali í leik. Gamla metið yfir flest mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar átti þýska liðið Borussia Dortmund sem skoraði 21 mark í riðli sínum á síðasta tímabili. Neymar og félagar eru því algjörlega búnir að rústa markametinu í Meistaradeildinni þrátt fyrir að það sé enn einn leikur eftir. Liðið spilar við Bayern München 5. desember næstkomandi.Paris Saint-Germain has scored 24 goals in this year's Champions League group stage, the most ever by a team in a single season. (Prev: 2016-17 Dortmund - 21) They still have one match to play (Dec. 5 at Bayern Munich). — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 22, 2017 Hér fyrir neðan má sjá þessa fimm sögulegu leiki Paris Saint Germain liðsins í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Edinson Cavani og Neymar hafa báðir skorað sex mörk í þessum fimm leikjum en Neymar er einnig með fjórar stoðsendingar. Layvin Kurzawa og Kylian Mbappé hafa síðan skorað þrjú mörk hver. Kurzawa er vinstri bakvörður og Mbappé er ekki orðinn 19 ára gamall.PSG in the Champions League this season: 0-5 Celtic 3-0 Bayern 0-4 Anderlecht 5-0 Anderlecht 7-1 Celtic Unstoppable. pic.twitter.com/I7y7olcvIV — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 22, 2017 24 - Paris have scored more goals in a single Champions League group stage than any other side ever. Update. pic.twitter.com/lw2nET6pO2— OptaJoe (@OptaJoe) November 22, 2017 Leikmenn Paris Saint Germain hafa skorað átta mörkum meira en næsta lið í keppninni sem er enska liðið Liverpool. Liverpool er samt með 3,2 mörk að meðaltali í leik sem ætti oftast að duga í efsta sætið.Flest mörk í Meistaradeildinni til þessa í vetur: Paris Saint Germain 24 Liverpool 16 Chelsea 15 Real Madrid 14 Manchester City 13 Sevilla 11 Tottenham 11 Porto 10 Bayern München 10 Napoli 10 Manchester United 10
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira