Blikarnir halda áfram að koma á óvart | Öll úrslit kvöldsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2017 21:05 Ivory Crawford var stigahæst hjá Keflavík. vísir/eyþór Nýliðar Breiðabliks undir stjórn Hildar Sigurðardóttur halda áfram að koma á óvart í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. Blikarnir, sem eru nú þegar búnir að fella risa á borð við Keflavík og Hauka, gerðu sér lítið fyrir og unnu eins stigs sigur, 74-72, á toppliði Vals í Smáranum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Ivory Crawford tryggði Blikunum sigurinn með tveimur skotum á vítalínunni þegar að 30 sekúndur voru eftir en Valskonur náðu ekki að koma sér í framlengingu eða hreinlega vinna leikinn í síðustu sókninni sinni. Valskonur halda toppsætinu þar sem að Stjarnan vann Hauka í dramatískum leik í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Vísi og má lesa meira um hann hér. Keflavík vann Snæfell, 100-91, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitum síðastliðið vor en Keflavíkurstúlkur hafa aðeins verið að ranka við sér eftir skelfilega byrjun. Brittany Dinkins skoraði 35 stig fyrir Keflavík og tók þrettán fráköst en THelma Dís Ágústsdóttir skoraði 27 og og Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 22 stig. Hin kyngimagnaða Kristin McCarthy átti magnaðan leik fyrir Snæfell en hún skoraði 50 stig og fiskaði ellefu villur. Hún hitti úr 14 af 24 skotum sínum úr teignum, var með 33 prósent þriggja stiga nýtingu og hitti úr þrettán af fjórtán vítaskotum sínum. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eins og Blikarnir en Snæfell er með sex stig. Á botninum er svo Njarðvík án stiga en Ljónynjurnar töpuðu 86-79 fyrir Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Carmen Tyson-Thomas, sem var rekin frá Njarðvík á síðustu leiktíð, hefndi sín á gömlu félögunum og skoraði 47 stig auk þess sem hún tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur er með tíu stig í fjórða sætinu eftir leiki kvöldsins.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Skallagrímur-Njarðvík 86-79 (20-25, 14-15, 25-12, 27-27)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 47/13 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/17 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, María Jónsdóttir 3/8 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/4 fráköst.Keflavík-Snæfell 100-91 (26-23, 23-24, 26-28, 25-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Breiðablik-Valur 74-72 (15-19, 23-19, 19-18, 17-16)Breiðablik: Ivory Crawford 23/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/10 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/5 fráköst/6 stolnir.Valur: Alexandra Petersen 25/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/14 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3. Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Nýliðar Breiðabliks undir stjórn Hildar Sigurðardóttur halda áfram að koma á óvart í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. Blikarnir, sem eru nú þegar búnir að fella risa á borð við Keflavík og Hauka, gerðu sér lítið fyrir og unnu eins stigs sigur, 74-72, á toppliði Vals í Smáranum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Ivory Crawford tryggði Blikunum sigurinn með tveimur skotum á vítalínunni þegar að 30 sekúndur voru eftir en Valskonur náðu ekki að koma sér í framlengingu eða hreinlega vinna leikinn í síðustu sókninni sinni. Valskonur halda toppsætinu þar sem að Stjarnan vann Hauka í dramatískum leik í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Vísi og má lesa meira um hann hér. Keflavík vann Snæfell, 100-91, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitum síðastliðið vor en Keflavíkurstúlkur hafa aðeins verið að ranka við sér eftir skelfilega byrjun. Brittany Dinkins skoraði 35 stig fyrir Keflavík og tók þrettán fráköst en THelma Dís Ágústsdóttir skoraði 27 og og Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 22 stig. Hin kyngimagnaða Kristin McCarthy átti magnaðan leik fyrir Snæfell en hún skoraði 50 stig og fiskaði ellefu villur. Hún hitti úr 14 af 24 skotum sínum úr teignum, var með 33 prósent þriggja stiga nýtingu og hitti úr þrettán af fjórtán vítaskotum sínum. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eins og Blikarnir en Snæfell er með sex stig. Á botninum er svo Njarðvík án stiga en Ljónynjurnar töpuðu 86-79 fyrir Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Carmen Tyson-Thomas, sem var rekin frá Njarðvík á síðustu leiktíð, hefndi sín á gömlu félögunum og skoraði 47 stig auk þess sem hún tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur er með tíu stig í fjórða sætinu eftir leiki kvöldsins.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Skallagrímur-Njarðvík 86-79 (20-25, 14-15, 25-12, 27-27)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 47/13 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/17 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, María Jónsdóttir 3/8 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/4 fráköst.Keflavík-Snæfell 100-91 (26-23, 23-24, 26-28, 25-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Breiðablik-Valur 74-72 (15-19, 23-19, 19-18, 17-16)Breiðablik: Ivory Crawford 23/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/10 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/5 fráköst/6 stolnir.Valur: Alexandra Petersen 25/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/14 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira