Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 11:30 Sveinn Gestur Tryggvason í hvítum bol ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, þegar málið var þingfest í síðasta mánuði. Vísir/Anton Brink Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur. Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur.
Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02