Menntun fyrir vinnufúsar hendur Sigurður Páll Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 16:34 Mikilvægt áhersluatriði í stefnuskrá Miðflokksins er að stórefla iðn og tækninám. Þar er á ferðinni mál sem flestir eru sammála um en hefur einhverja hluta vegna orðið útundan um alltof langan tíma. Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað segja sumir, allt frá löggjafanum og til þeirra sem standa frammi fyrir því að velja sér námsleið til framtíðar. Þegar ungt fólk, oftast í samráði við foreldra eða foráðamenn sína, spekúlerar í námsleiðum, er bóknámið oftar en ekki valið, sennilega ekki síst vegna þess að því er gert hærra undir höfði af yfirvöldum. Nýlegt dæmi um slíkt viðhorf eða skilningsleysi sem er framþróun á iðnnámi til trafala er að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi lagana er eingöngu nám á háskólastigi. Það er ánægulegt að dómsmálaráðherra hefur nú líst yfir að unnið sé að lagfæringu á þessari mismunun lagana og ljóst að Alþingi þarf að taka til meðferðar um leið og þingið kemur saman og afgreiða hratt og vel til að jafnræði verði tryggt. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði út um allt land og því er mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Unnið hefur verið að því að að brúa bilið á milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir, og er það vel. Til þess að auka áhuga ungmenna á iðn og tækninámi þarf í fyrsta lagi aukið fjármagn til námsbrautanna, fjármagn sem er sérstaklega eyrnamerkt iðn og tækninámi en lendir ekki í einhverjum heildar potti sem virðist hafa verið raunin á undanförnum árum. Samhliða þarf að styrkja tengsl atvinnulífs og iðnnáms að starfnámshlið iðnnámsins skapi ekki flöskuháls. Í heimi hraðra breytinga er ljóst að lítið samfélag mun þurfa mjög á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda í framtíðinni. Besta leiðin til að búa samfélagið undir örar breytingar næstu áratuga er að styrkja slíkt nám og gera það aðlaðandi fyrir ungt fólk dagsins í dag. Markvisst átak til styrkingar iðn- og tæknináms mun skila sér margfalt aftur til samfélagsins. Það er því ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er þingmaður Miðflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt áhersluatriði í stefnuskrá Miðflokksins er að stórefla iðn og tækninám. Þar er á ferðinni mál sem flestir eru sammála um en hefur einhverja hluta vegna orðið útundan um alltof langan tíma. Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað segja sumir, allt frá löggjafanum og til þeirra sem standa frammi fyrir því að velja sér námsleið til framtíðar. Þegar ungt fólk, oftast í samráði við foreldra eða foráðamenn sína, spekúlerar í námsleiðum, er bóknámið oftar en ekki valið, sennilega ekki síst vegna þess að því er gert hærra undir höfði af yfirvöldum. Nýlegt dæmi um slíkt viðhorf eða skilningsleysi sem er framþróun á iðnnámi til trafala er að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi lagana er eingöngu nám á háskólastigi. Það er ánægulegt að dómsmálaráðherra hefur nú líst yfir að unnið sé að lagfæringu á þessari mismunun lagana og ljóst að Alþingi þarf að taka til meðferðar um leið og þingið kemur saman og afgreiða hratt og vel til að jafnræði verði tryggt. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði út um allt land og því er mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Unnið hefur verið að því að að brúa bilið á milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir, og er það vel. Til þess að auka áhuga ungmenna á iðn og tækninámi þarf í fyrsta lagi aukið fjármagn til námsbrautanna, fjármagn sem er sérstaklega eyrnamerkt iðn og tækninámi en lendir ekki í einhverjum heildar potti sem virðist hafa verið raunin á undanförnum árum. Samhliða þarf að styrkja tengsl atvinnulífs og iðnnáms að starfnámshlið iðnnámsins skapi ekki flöskuháls. Í heimi hraðra breytinga er ljóst að lítið samfélag mun þurfa mjög á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda í framtíðinni. Besta leiðin til að búa samfélagið undir örar breytingar næstu áratuga er að styrkja slíkt nám og gera það aðlaðandi fyrir ungt fólk dagsins í dag. Markvisst átak til styrkingar iðn- og tæknináms mun skila sér margfalt aftur til samfélagsins. Það er því ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er þingmaður Miðflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun