Farið að sjá fyrir endann á stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2017 12:56 Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember. Kosningar 2017 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember.
Kosningar 2017 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira