Davíð Oddsson hæðist að fjölmiðlum landsins Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2017 11:13 Þórður Snær og reyndar flestir fjölmiðlamenn sem hafa látið sig málið varða mega nú sitja undir háðsglósum frá ritstjóra Morgunblaðsins. Leiðari Morgunblaðsins er meinlegur en þar beinir höfundur, að öllum líkindum Davíð Oddsson ritstjóri, stíllinn leynir sér ekki, spjótum sínum að þeim sem hafa kallað eftir því að samtal hans, þá Seðlabankastjóra og Geirs Haarde þá forsætisráðherra, um neyðarlán til Kaupþings banka verði gert opinbert. Segir að nú þegar Morgunblaðið hafi birt útskrift af samtalinu komi á daginn að menn sem helst hafa kallað eftir því að samtalið sé gert opinbert hafi ekkert meint með því. Yfirskrift pistilsins er „Leynifélag lyppast niður“. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sem stefnt hefur Seðlabankanum með það fyrir augum að Seðlabankinn afhendi gögn um þetta fræga símtal, segir ekki stigsmun á Morgunblaðinu og Kjarnanum, heldur eðlismun. Þó almennt hafi menn fagnað birtingu samtalsins hafa menn haft eitt og annað út á það að segja hvernig að þeirri birtingu er staðið. En, Davíð gefur ekki baun fyrir slíkt tal.Aðdáendur Davíðs Oddssonar fá heldur betur sinn skammt í dag en hann fer mikinn í leiðaraskrifum sínum.„Kjarninn nefnilega leitast eftir upplýsingum og kemur þeim síðan á framfæri við lesendur sína. Það er tilgangurinn. Mogginn kemst formlega yfir upplýsingar á haustmánuðum 2009 þegar fyrrverandi seðlabankastjóri er ráðinn til starfa, og situr síðan á þeim í átta ár áður en hann birtir þær. Það er því ekki stigsmunur á þessum fjölmiðlum, heldur eðlismunur,“ segir Þórður Snær á Facebooksíðu Björgvins Guðmundssonar, eins eiganda KOM almannatengsla.Enginn samhljómur með Kjarnanum og MorgunblaðinuBjörgvin, sem var formaður nefndar um rekstararstöðu fjölmiðla sem Illugi Gunnarsson þá menntamálaráðherra skipaði, birtir mynd af leiðaraskrifunum og slær því fram að samhljómur sé með skrifum Davíðs og Þórðar Snæs. Greinilega í þeim tilgangi að ýfa burstir Þórðar Snæs: „Nei, sko! Samhljómur í ritstjórnarstefnu Moggans og Kjarnans. Þórður Snær Júlíusson. Skemmtilegt.“ Ólíklegt verður að teljast að Þórði Snæ þyki þetta skemmtilegt en hann heldur þó ró sinni að því er virðist:Björgvin og Björn Valur blandast báðir í slaginn, hvor með sínum hætti.„Já, það er gott mál að sem flestir sjái hversu galin þessi fjárfestingarleið er. Fagna hverri rödd í þeim kór. En það er verið að teygja sig ansi langt þegar ein skoðun í leiðara Moggans geri það að verkum að það sé samhljómur í ritstjórnarstefnum miðlanna,“ segir Þórður Snær.Kjósendur gáfu lítið fyrir siðapredikanir BFSkrif Davíðs (með fyrirvara um að leiðarinn er ómerktur) eru nöturleg. Þar er því haldið fram að þeir sem töldu brýnt að birta hið fræga símtal hafi ekkert meint með því. Höfundur beinir fyrst spjótum sínum að Bjartri framtíð, svona eins og til að hita sig upp: „Það féll ríkisstjórn um miðnættið sl. haust. Kjósendur kunnu ekki að meta vitleysuna. Þó gengu þessir næturgalar roggnir til kosninga. Sögðust búa yfir ríkulegri réttlætiskennd og siðferðisstyrk en aðrir. Kjósendum, þessu venjulega fólki, þótti lítið til koma. Í kosningunum voru nýjar klisjur sungnar. Þjóðarbölið sem þurfti nú að uppræta var „þöggun“ og „leyndarhyggja“. En hver er veruleikinn?“ spyr leiðarahöfundur og snýr sér þá að fjölmiðlum landsins:Hinir miðlarnir og nettröllin„Morgunblaðið hefur birt frægasta símtal samtímasögunnar. Það reyndist ekki rísa undir sinni frægð. Og enn síður „þöggunin“ og „leyndarhyggjan“ sem það hefur verið marinerað í sl. áratug. Það var aumt að sjá fall þessa mikla leyndardóms. „RÚV“ og flestir aðrir fjölmiðar, svo ekki sé minnst á nettröllin, geta lagt fram margra metra möppusafn „frétta“ um símtalið sem enginn fékk að heyra,“ skrifar Davíð og hann er rétt að hitna:Hinn umdeildi skopmyndateiknari Morgunblaðsins er að venju í dúr og moll við ritstjórnarskrifin sem í blaðinu birtast.„Ár eftir ár hefur safnast í þennan fréttasarp. Þar á meðal fjöldi frétta af hetjulegri baráttu varaformanns VG. Hann brúkaði eina af nefndum Alþingis til að svipta hulunni af símtalinu. En án árangurs. Þegar það var loks birt (nú efast sumir um að það sé þarna allt!) var fyrsta áfallið fréttaflutningur „RÚV“. Daginn sem þjóðin fékk að sjá símtalið var það nefnt í hádegisfréttum, en ekkert meir þann daginn! 365 miðlar sögðu ekki frá í kvöldfréttatíma.“Illgjarnir smiðir samsæriskenningaBjörn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vg fær það óþvegið en í lokaorðum pistilsins er sagt að samtalið fræga, sem nú hafi verið birt, hafi verið lokað niður af tæknilegri ástæðu. „Samtalið hrópar á hvern mann að engar ástæður voru til þess að fela það. Bendi samtalið til þess að þeir sem í hlut áttu, bankastjórinn eða ráðherrann, hafi brotið af sér, væri það enn verri ástæða til að leyna því. Illgjarnir smiðir samsæriskenninga notuðu hina raunverulegu leyndarhyggju landsins til að spinna sína eitruðu þræði. Viðbrögð Björns V. Gíslasonar og slíkra sýna að þeim var ekki alvara. Þeir engjast núna yfir því einu að þeir týndu glæpnum sínum.“ Tengdar fréttir Davíð segist ekki hafa vitað af upptökunni: „Hefði þá verið fágaðri í talmáli“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins fjallaði um símtal sitt og Geirs H. Haarde í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu. Þar segir hann að hann hafi ekki haft vitneskju um það að símtalið væri hljóðritað. 18. nóvember 2017 13:33 Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Endurrit af símtali Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, hefur nú verið opinberað í fyrsta skipti. 18. nóvember 2017 08:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Leiðari Morgunblaðsins er meinlegur en þar beinir höfundur, að öllum líkindum Davíð Oddsson ritstjóri, stíllinn leynir sér ekki, spjótum sínum að þeim sem hafa kallað eftir því að samtal hans, þá Seðlabankastjóra og Geirs Haarde þá forsætisráðherra, um neyðarlán til Kaupþings banka verði gert opinbert. Segir að nú þegar Morgunblaðið hafi birt útskrift af samtalinu komi á daginn að menn sem helst hafa kallað eftir því að samtalið sé gert opinbert hafi ekkert meint með því. Yfirskrift pistilsins er „Leynifélag lyppast niður“. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sem stefnt hefur Seðlabankanum með það fyrir augum að Seðlabankinn afhendi gögn um þetta fræga símtal, segir ekki stigsmun á Morgunblaðinu og Kjarnanum, heldur eðlismun. Þó almennt hafi menn fagnað birtingu samtalsins hafa menn haft eitt og annað út á það að segja hvernig að þeirri birtingu er staðið. En, Davíð gefur ekki baun fyrir slíkt tal.Aðdáendur Davíðs Oddssonar fá heldur betur sinn skammt í dag en hann fer mikinn í leiðaraskrifum sínum.„Kjarninn nefnilega leitast eftir upplýsingum og kemur þeim síðan á framfæri við lesendur sína. Það er tilgangurinn. Mogginn kemst formlega yfir upplýsingar á haustmánuðum 2009 þegar fyrrverandi seðlabankastjóri er ráðinn til starfa, og situr síðan á þeim í átta ár áður en hann birtir þær. Það er því ekki stigsmunur á þessum fjölmiðlum, heldur eðlismunur,“ segir Þórður Snær á Facebooksíðu Björgvins Guðmundssonar, eins eiganda KOM almannatengsla.Enginn samhljómur með Kjarnanum og MorgunblaðinuBjörgvin, sem var formaður nefndar um rekstararstöðu fjölmiðla sem Illugi Gunnarsson þá menntamálaráðherra skipaði, birtir mynd af leiðaraskrifunum og slær því fram að samhljómur sé með skrifum Davíðs og Þórðar Snæs. Greinilega í þeim tilgangi að ýfa burstir Þórðar Snæs: „Nei, sko! Samhljómur í ritstjórnarstefnu Moggans og Kjarnans. Þórður Snær Júlíusson. Skemmtilegt.“ Ólíklegt verður að teljast að Þórði Snæ þyki þetta skemmtilegt en hann heldur þó ró sinni að því er virðist:Björgvin og Björn Valur blandast báðir í slaginn, hvor með sínum hætti.„Já, það er gott mál að sem flestir sjái hversu galin þessi fjárfestingarleið er. Fagna hverri rödd í þeim kór. En það er verið að teygja sig ansi langt þegar ein skoðun í leiðara Moggans geri það að verkum að það sé samhljómur í ritstjórnarstefnum miðlanna,“ segir Þórður Snær.Kjósendur gáfu lítið fyrir siðapredikanir BFSkrif Davíðs (með fyrirvara um að leiðarinn er ómerktur) eru nöturleg. Þar er því haldið fram að þeir sem töldu brýnt að birta hið fræga símtal hafi ekkert meint með því. Höfundur beinir fyrst spjótum sínum að Bjartri framtíð, svona eins og til að hita sig upp: „Það féll ríkisstjórn um miðnættið sl. haust. Kjósendur kunnu ekki að meta vitleysuna. Þó gengu þessir næturgalar roggnir til kosninga. Sögðust búa yfir ríkulegri réttlætiskennd og siðferðisstyrk en aðrir. Kjósendum, þessu venjulega fólki, þótti lítið til koma. Í kosningunum voru nýjar klisjur sungnar. Þjóðarbölið sem þurfti nú að uppræta var „þöggun“ og „leyndarhyggja“. En hver er veruleikinn?“ spyr leiðarahöfundur og snýr sér þá að fjölmiðlum landsins:Hinir miðlarnir og nettröllin„Morgunblaðið hefur birt frægasta símtal samtímasögunnar. Það reyndist ekki rísa undir sinni frægð. Og enn síður „þöggunin“ og „leyndarhyggjan“ sem það hefur verið marinerað í sl. áratug. Það var aumt að sjá fall þessa mikla leyndardóms. „RÚV“ og flestir aðrir fjölmiðar, svo ekki sé minnst á nettröllin, geta lagt fram margra metra möppusafn „frétta“ um símtalið sem enginn fékk að heyra,“ skrifar Davíð og hann er rétt að hitna:Hinn umdeildi skopmyndateiknari Morgunblaðsins er að venju í dúr og moll við ritstjórnarskrifin sem í blaðinu birtast.„Ár eftir ár hefur safnast í þennan fréttasarp. Þar á meðal fjöldi frétta af hetjulegri baráttu varaformanns VG. Hann brúkaði eina af nefndum Alþingis til að svipta hulunni af símtalinu. En án árangurs. Þegar það var loks birt (nú efast sumir um að það sé þarna allt!) var fyrsta áfallið fréttaflutningur „RÚV“. Daginn sem þjóðin fékk að sjá símtalið var það nefnt í hádegisfréttum, en ekkert meir þann daginn! 365 miðlar sögðu ekki frá í kvöldfréttatíma.“Illgjarnir smiðir samsæriskenningaBjörn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vg fær það óþvegið en í lokaorðum pistilsins er sagt að samtalið fræga, sem nú hafi verið birt, hafi verið lokað niður af tæknilegri ástæðu. „Samtalið hrópar á hvern mann að engar ástæður voru til þess að fela það. Bendi samtalið til þess að þeir sem í hlut áttu, bankastjórinn eða ráðherrann, hafi brotið af sér, væri það enn verri ástæða til að leyna því. Illgjarnir smiðir samsæriskenninga notuðu hina raunverulegu leyndarhyggju landsins til að spinna sína eitruðu þræði. Viðbrögð Björns V. Gíslasonar og slíkra sýna að þeim var ekki alvara. Þeir engjast núna yfir því einu að þeir týndu glæpnum sínum.“
Tengdar fréttir Davíð segist ekki hafa vitað af upptökunni: „Hefði þá verið fágaðri í talmáli“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins fjallaði um símtal sitt og Geirs H. Haarde í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu. Þar segir hann að hann hafi ekki haft vitneskju um það að símtalið væri hljóðritað. 18. nóvember 2017 13:33 Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Endurrit af símtali Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, hefur nú verið opinberað í fyrsta skipti. 18. nóvember 2017 08:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Davíð segist ekki hafa vitað af upptökunni: „Hefði þá verið fágaðri í talmáli“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins fjallaði um símtal sitt og Geirs H. Haarde í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu. Þar segir hann að hann hafi ekki haft vitneskju um það að símtalið væri hljóðritað. 18. nóvember 2017 13:33
Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Endurrit af símtali Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, hefur nú verið opinberað í fyrsta skipti. 18. nóvember 2017 08:00