Jón Trausti laus allra mála í Æsustaðamáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Arnar Jónsson Aspar lést í kjölfar atburða sem urðu á Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur staðfest þá niðurstöðu héraðssaksóknara að ákæra ekki aðra en Svein Gest Tryggvason fyrir aðild að atburðum sem leiddu til dauða Arnars Jónssonar Aspar við Æsustaði í Mosfellssveit 7. júní síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í október, kærðu aðstandendur Arnars til ríkissaksóknara þá niðurstöðu héraðssaksóknara að fella niður mál gegn sakborningunum Ástu Hrönn Guðmundsdóttur, Jóni Trausta Lútherssyni, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnari Erni Kristinssyni. Í kærunni var þess krafist að héraðssaksóknara yrði falið að ákæra fleiri en einungis Svein Gest Tryggvason í málinu. Í niðurstöðu ríkissaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er fallist á forsendur héraðssaksóknara fyrir niðurfellingu málanna en einnig vísað til framburðar vitnis sem hafði góða yfirsýn yfir vettvanginn og lýsti með greinargóðum hætti hvernig Sveinn Gestur beitti Arnar ofbeldi án liðsinnis Jóns Trausta Lútherssonar. Þá vísar ríkissaksóknari einnig til dóms Hæstaréttar sem felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir Jóni Trausta. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að Jón Trausti væri undir nægilega sterkum grun sem réttlætt gæti gæsluvarðhald. Að mati ríkissaksóknara eru mál á hendur öðrum en Sveini Gesti því ekki líkleg til sakfellis. Er því fallist á niðurstöðu héraðssaksóknara. Aðalmeðferð í máli Sveins Gests hefst á miðvikudag og því mikið í húfi fyrir ákæruvaldið að fá niðurstöðu í umrætt kærumál enda Jón Trausti og aðrir menn sem höfðu um tíma réttarstöðu sakborninga í málinu á vitnalista í málinu. „Vegna óvissu um réttarstöðu míns skjólstæðings tilkynnti ég dómara og ákæranda að hann gæfi ekki vitnaskýrslu í málinu nema niðurstaða lægi fyrir hvort réttarstaða hans tæki breytingum, enda réttindi þess sem gefur skýrslu sem sakborningur í máli gerólík stöðu þess sem gefur skýrslu sem vitni í sakamáli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Trausta Lútherssonar. Sakborningi er ekki skylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök og hann getur ýmist neitað að gefa skýrslu um sakarefnið eða neitað að svara einstaka spurningum. Vitnum er hins vegar skylt að koma fyrir dóm til að svara munnlegum spurningum um málsatvik og ber að greina satt og rétt frá í öllu og svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Aðspurður staðfestir Sveinn Andri að Jón Trausti gefi skýrslu við aðalmeðferðina sem vitni, nú þegar niðurstaða ríkissaksóknara liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur staðfest þá niðurstöðu héraðssaksóknara að ákæra ekki aðra en Svein Gest Tryggvason fyrir aðild að atburðum sem leiddu til dauða Arnars Jónssonar Aspar við Æsustaði í Mosfellssveit 7. júní síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í október, kærðu aðstandendur Arnars til ríkissaksóknara þá niðurstöðu héraðssaksóknara að fella niður mál gegn sakborningunum Ástu Hrönn Guðmundsdóttur, Jóni Trausta Lútherssyni, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnari Erni Kristinssyni. Í kærunni var þess krafist að héraðssaksóknara yrði falið að ákæra fleiri en einungis Svein Gest Tryggvason í málinu. Í niðurstöðu ríkissaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er fallist á forsendur héraðssaksóknara fyrir niðurfellingu málanna en einnig vísað til framburðar vitnis sem hafði góða yfirsýn yfir vettvanginn og lýsti með greinargóðum hætti hvernig Sveinn Gestur beitti Arnar ofbeldi án liðsinnis Jóns Trausta Lútherssonar. Þá vísar ríkissaksóknari einnig til dóms Hæstaréttar sem felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir Jóni Trausta. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að Jón Trausti væri undir nægilega sterkum grun sem réttlætt gæti gæsluvarðhald. Að mati ríkissaksóknara eru mál á hendur öðrum en Sveini Gesti því ekki líkleg til sakfellis. Er því fallist á niðurstöðu héraðssaksóknara. Aðalmeðferð í máli Sveins Gests hefst á miðvikudag og því mikið í húfi fyrir ákæruvaldið að fá niðurstöðu í umrætt kærumál enda Jón Trausti og aðrir menn sem höfðu um tíma réttarstöðu sakborninga í málinu á vitnalista í málinu. „Vegna óvissu um réttarstöðu míns skjólstæðings tilkynnti ég dómara og ákæranda að hann gæfi ekki vitnaskýrslu í málinu nema niðurstaða lægi fyrir hvort réttarstaða hans tæki breytingum, enda réttindi þess sem gefur skýrslu sem sakborningur í máli gerólík stöðu þess sem gefur skýrslu sem vitni í sakamáli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Trausta Lútherssonar. Sakborningi er ekki skylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök og hann getur ýmist neitað að gefa skýrslu um sakarefnið eða neitað að svara einstaka spurningum. Vitnum er hins vegar skylt að koma fyrir dóm til að svara munnlegum spurningum um málsatvik og ber að greina satt og rétt frá í öllu og svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Aðspurður staðfestir Sveinn Andri að Jón Trausti gefi skýrslu við aðalmeðferðina sem vitni, nú þegar niðurstaða ríkissaksóknara liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00