Innlent

Ferðir Baldurs falla niður

Atli Ísleifsson skrifar
Baldur siglir milli Stykkishólms og Brjánslæks.
Baldur siglir milli Stykkishólms og Brjánslæks. Vísir/gva
Allar ferðir ferjunnar Baldurs falla niður þar til annað verður tilkynnt. Í tilkynningu frá Eimskip segir þetta vera vegna bilunar í aðalvél ferjunnar. Baldur siglir milli Stykkishólms og Brjánslæks.

„Viðgerð hefur staðið yfir frá því í gær og var unnið í alla nótt. Ekki er ljóst á þessari stundu hve langt stopp ferjunnar verður.

Farþegabáturinn Særún mun sigla eitthvað í fjarveru Baldur, nánar um það síðar.

Nánari upplýsingar verða sendar út þegar umfang bilunarinnar og lengd viðgerðartíma liggur fyrir.

Vinsamlegast fylgist með fréttum á vefsíðu Sæferða www.saeferdir.is og á facebook síðu Sæferða,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×