Washington Post: Krúttlegast að halda með Íslandi á HM í Rússlandi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 10:00 Íslensku strákarnir fagna hér sæti á HM 2018. Vísir/Anton Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira