Forsætisráðherra hress eins og ávallt og nýbúinn að kaupa slátur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 15:33 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra þegar hún mætti á ríkisráðsfund rétt fyrir klukkan 15 í dag. vísir/ernir Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03
Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47
Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“