Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 11:20 Formennirnir þrír þegar þeir kynntu sáttmálann í morgun. vísir/eyþór Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15