Danirnir segja Ísland vera með betra lið en Kólumbía, Sviss og Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson er aðalstjarna liðsins hjá Dönunum og Ragnar Sigurðsson er líka nefndur. Vísir/Getty Danir verða eins og við Íslendingar í pottinum þegar dregið verður í riðli í úrslitakeppni HM í fótbolta en drátturinn fer fram á morgun í Kremlín höllinni í Moskvu. Danska ríkisstjórnvarpið, DR, hefur raðað öllum 32 þjóðunum í styrkleikaröð fyrir dráttinn. Danirnir segja þar að aðeins fjórtán þjóðir séu með betra landslið en Ísland en strákarnir okkar eru í fimmtánda sæti á lista DR. Sérfræðingar DR hafa auðvitað trú á sínu landsliði en Danir sjálfir eru í þrettánda sæti og því aðeins tveimur sætum ofar en við Íslendingar. Á milli Dana og Íslendinga eru Nígeríumenn og Króatarnir eru síðan þremur sætum ofar en íslenska landsliðið þrátt fyrir að Ísland hafi skilið þá eftir í öðru sæti riðilsins í undankeppninni. Meðal þjóða sem Danir telja að séu með slakara lið en Ísland eru Kólumbía, Sviss og Svíþjóð. Stærstu stjörnur íslenska liðsins að mati DR eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Bikir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson. Íslenska liðið fær hrós fyrir að vinna riðil með sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi og þá er rifjað upp þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi 2016. Styrkir liðsins eru hinsvegar ekki stjörnurnar heldur liðsheildin, samheldnin og stemmningin. „Ísland er í fyrsta sinn með á HM og eru Íslendinga mjög ánægðir með það. Liðið verður skeinuhættur mótherji fyrir allar þjóðir í lokakeppninni,“ segir í umfjölluninni um Ísland. DR hefur birt efstu 22 liðin á listanum sínum sem má sjá hér (10 til 19) og hér (20 til 32) en topplistinn er síðan hér fyrir neðan.Styrkleikaröð DR: (10. til 32. sæti) 10. sæti Úrúgvæ 11. sæti Mexíkó 12. sæti Króatía 13. sæti Danmörk 14. sæti Nígería 15. sæti Ísland 16. sæti Sviss 17. sæti Kólumbía 18. sæti Senegal 19. sæti Svíþjóð 20. sæti Marokkó 21. sæti Egyptaland 22. sæti Serbía 23. sæti Japan 24. sæti Kosta Ríka 25. sæti Íran 26. sæti Perú 27. sæti Túnis 28. sæti Suður-Kórea 29. sæti Sádí-Arabía 30. sæti Rússland 31. sæti Panama 32. sæti Ástralía HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Danir verða eins og við Íslendingar í pottinum þegar dregið verður í riðli í úrslitakeppni HM í fótbolta en drátturinn fer fram á morgun í Kremlín höllinni í Moskvu. Danska ríkisstjórnvarpið, DR, hefur raðað öllum 32 þjóðunum í styrkleikaröð fyrir dráttinn. Danirnir segja þar að aðeins fjórtán þjóðir séu með betra landslið en Ísland en strákarnir okkar eru í fimmtánda sæti á lista DR. Sérfræðingar DR hafa auðvitað trú á sínu landsliði en Danir sjálfir eru í þrettánda sæti og því aðeins tveimur sætum ofar en við Íslendingar. Á milli Dana og Íslendinga eru Nígeríumenn og Króatarnir eru síðan þremur sætum ofar en íslenska landsliðið þrátt fyrir að Ísland hafi skilið þá eftir í öðru sæti riðilsins í undankeppninni. Meðal þjóða sem Danir telja að séu með slakara lið en Ísland eru Kólumbía, Sviss og Svíþjóð. Stærstu stjörnur íslenska liðsins að mati DR eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Bikir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson. Íslenska liðið fær hrós fyrir að vinna riðil með sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi og þá er rifjað upp þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi 2016. Styrkir liðsins eru hinsvegar ekki stjörnurnar heldur liðsheildin, samheldnin og stemmningin. „Ísland er í fyrsta sinn með á HM og eru Íslendinga mjög ánægðir með það. Liðið verður skeinuhættur mótherji fyrir allar þjóðir í lokakeppninni,“ segir í umfjölluninni um Ísland. DR hefur birt efstu 22 liðin á listanum sínum sem má sjá hér (10 til 19) og hér (20 til 32) en topplistinn er síðan hér fyrir neðan.Styrkleikaröð DR: (10. til 32. sæti) 10. sæti Úrúgvæ 11. sæti Mexíkó 12. sæti Króatía 13. sæti Danmörk 14. sæti Nígería 15. sæti Ísland 16. sæti Sviss 17. sæti Kólumbía 18. sæti Senegal 19. sæti Svíþjóð 20. sæti Marokkó 21. sæti Egyptaland 22. sæti Serbía 23. sæti Japan 24. sæti Kosta Ríka 25. sæti Íran 26. sæti Perú 27. sæti Túnis 28. sæti Suður-Kórea 29. sæti Sádí-Arabía 30. sæti Rússland 31. sæti Panama 32. sæti Ástralía
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira