Sigurgöngu Cleveland Cavaliers í NBA deildinni lauk í nótt í Indiana þar sem Indiana Pacers hafði betur í jöfnum leik, 106-102. Cavaliers höfðu ekki tapað í síðustu 13 leikjum, en liðið fer niður í 3. sæti austurdeildar NBA eftir tapið.
Victor Oladipo fór fyrir liði Pacers með 33 stig og 8 fráköst. Var hann sérstaklega drjúgur á lokasprettinum þegar hann setti nokkur mikilvæg skot niður. Pacers eru á mikilli siglingu, hafa unnið níu af seinustu tólf leikjum, og eru fyrsta liðið til að vinna Cavaliers tvisvar á þessu tímabili.
Lebron James átti sem fyrr góðan leik og var nálægt því að enda leik með þrefalda tvennu; 29 stig, 10 fráköst og átta stoðsendingar. Þá skoraði Kevin Love 20 stig.
Í San Antonio tryggði Manu Ginobili heimamönnum í Spurs dramatískan sigur á lokasekúndum leiksins gegn Boston Celtics með þriggja stiga körfu, 105-102.
Lamarcus Aldridge var stigahæstur í liði Spurs með 27 stig en Kyrie Irving var stigahæstur að vanda fyrir Boston, með 36 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur gengi Spurs snúist við á síðustu vikum og situr liðið í 3. sæti vesturdeildar NBA, á eftir Golden State Warriors og Houston Rockets.
Warriors mörðu sigur í Detroit gegn heimamönnum í Pistons, 102-98. Kevin Durant fór á kostum í liði Warriors í fjarveru Steph Curry, sem verður frá næstu vikur vegna ökklameiðsla. Endaði hann leik með 36 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 varin skot. Ekki amaleg tölfræði það.
Úrslitin í nótt:
Detroit Pistons - Golden State Warriors: 98-102
Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers: 106-102
Orlando Magic - Denver Nuggets: 89-103
Chicago Bulls - Charlotte Hornets: 119-111
New Orleans Pelicans - Sacramento Kings: 109-116
Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks: 109-102
Memphis Grizzlies - Toronto Raptors: 107-116
San Antonio Spurs - Boston Celtics: 105-102
Sigurgöngu Cleveland Cavaliers lauk í Indiana
Magnús Bjarnason skrifar

Mest lesið






Luiz Diaz til Bayern
Fótbolti


Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní
Íslenski boltinn

