„Ekkert óeðlilegt við þjónustustig og viðbragð sjúkraflutninga og annarra heilbrigðisstarfsmanna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2017 21:30 Framkvæmdastjórn HSU sendi frá sér tilkynningu vegna umræðu sem skapaðist um sjúkraflutninga í Rangárþingi. Vísir/Vilhelm Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum um sjúkraflutninga í Rangárþingi eftir að færslu var deilt á Facebook varðandi slys í Hvolsskóla á Hvolsvelli á miðvikudag. Nemandi hafði dottið á höfuðið og var gagnrýnt að enginn sjúkrabíll hafi verið í Rangárþingi til þess að sinna útkallinu. Nokkur hundruð deildu einni færslunni. Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að viðbragðstíminn hafi aðeins verið í kringum 15 mínútur frá því að hringt var á Neyðarlínuna. Í yfirlýsingu HSU er sagt að farið sé með rangt mál í Facebook færslunni. Þar er einnig ítrekað mikilvægi þess að hringja beint í 112 en í umræddu atviki var hringt fyrst á heilsugæslustöð. „Þessi færsla hefur skapað heitar umræður í samfélaginu. Því þykir framkvæmdastjórn HSU rétt að birta upplýsingar um málið til að leiðrétta alvarlega misskilning og koma í veg fyrir áframhaldandi rangfærslur. Af færslunni má auðveldlega skilja að sjúkrabíll hafi ekki verið staðsettur í Rangárþingi yfir höfuð þegar slys varð í skóla í sveitarfélaginu. Það er alfarið rangt.“Ekkert óeðlilegt við útkall Kemur fram í yfirlýsingunni að sjúkraflutningar í Rangárþingi hafa verið stórefldir frá 15. maí síðastliðnum og ekkert óeðlilegt verið við útkall umræddan dag og lóðamörk í sveitarfélaginu Árborg höfðu ekkert með það að gera. „Sjúkrabíll með tveggja manna áhöfn á staðarvakt er alltaf staðsettur í Rangárþingi, nema eðli málsins samkvæmt þegar hann er að flytja sjúklinga á sjúkrahús. Varasjúkrabíll er staðsettur á Hvolsvelli og hægt hefur verið að nota hann mun oftar eftir að nýtt kerfi hefur verið tekið upp, bæði ef fleiri bíla er þörf t.d. í alvarleg slys og eins ef aðalbíllinn er í öðru útkalli.“ Kemur þar fram að að minnsta kosti þrír af sjúkraflutningamönnum í atvinnuliði HSU eru búsettir í Rangárþingi. „Umrætt slys varð í hádeginu á miðvikudegi og þegar það varð voru klíniskir starfsmenn HSU – Rangárþingi staðsettir á Hellu á fundi. Einn læknir er á neyðarvakt á hverjum tíma í Rangárþingi og er ýmis staðsettur á Hellu eða á Hvolsvelli. Neyðarlína og vakthafandi varðstjóri sjúkraflutninga á Selfossi, sem hefur með flotastýringu sjúkraflutninga á Suðurlandi að gera, skipulögðu útkallið, sem metið var í hæsta forgangi. Útkall frá Neyðarlínu kom kl 12:45. Aðalsjúkrabíll og áhöfn staðsett í Rangárþingi var að sinna öðru útkalli. Því þurfti að kalla hjálp annars staðar frá sem væri fljótari á vettvang, alveg eins og hefði þurft að gera ef gamla fyrirkomulagið með hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum hefði verið við lýði.“ Kallaður var til sjúkrabíl frá Selfossi og læknir og hjúkrunarfræðingur fóru af stað frá Hellu á merktum bíl frá HSU.Út í hött„Auk þess var kallaður út varasjúkrabíll frá Hvolsvelli þar sem sjúkraflutningamaður búsettur í Rangárþingi sem ekki var á vakt var kallaður út og fór á vettvang. Læknir og hjúkrunarfræðingur voru fyrst á staðinn rétt um kl. 13 með viðbúnað og skömmu síðar kemur sjúkrabíll. Það gerir viðbragðstíma upp á u.þ.b. 15 mínútur sem er með því besta sem gerist bæði á höfuðborgasvæðinu sem og á landsbyggðinni.“ Telja talsmenn HSU að færslur sem þessar valdi íbúum á svæðinu óþarfa áhyggjum. „Það var ekkert óeðlilegt við þjónustustig og viðbragð sjúkraflutninga og annarra heilbrigðisstarfsmanna þegar þetta slys átti sér stað. Að halda öðru fram er ósatt og til þess eins fallið að valda íbúum og þeim sem hlut eiga að máli tilefnislausum áhyggjum. Það er líka alveg út í hött að halda því fram að eldra fyrirkomulag með hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum, í stað staðarvaktar, í Rangárþingi sé betra eða öflugara en núverandi fyrirkomulag. Það sér hver sem hefur kynnt sér þau mál almennilega.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga HSU og Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga HSU. „Að lokum viljum við minna á það að þegar kallað er eftir hjálp vegna alvarlegra slysa og veikinda skal ávallt hringja í númerið 1-1-2 óháð því hvar á landinu sem fólk er statt.“ Sjúkraflutningar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum um sjúkraflutninga í Rangárþingi eftir að færslu var deilt á Facebook varðandi slys í Hvolsskóla á Hvolsvelli á miðvikudag. Nemandi hafði dottið á höfuðið og var gagnrýnt að enginn sjúkrabíll hafi verið í Rangárþingi til þess að sinna útkallinu. Nokkur hundruð deildu einni færslunni. Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að viðbragðstíminn hafi aðeins verið í kringum 15 mínútur frá því að hringt var á Neyðarlínuna. Í yfirlýsingu HSU er sagt að farið sé með rangt mál í Facebook færslunni. Þar er einnig ítrekað mikilvægi þess að hringja beint í 112 en í umræddu atviki var hringt fyrst á heilsugæslustöð. „Þessi færsla hefur skapað heitar umræður í samfélaginu. Því þykir framkvæmdastjórn HSU rétt að birta upplýsingar um málið til að leiðrétta alvarlega misskilning og koma í veg fyrir áframhaldandi rangfærslur. Af færslunni má auðveldlega skilja að sjúkrabíll hafi ekki verið staðsettur í Rangárþingi yfir höfuð þegar slys varð í skóla í sveitarfélaginu. Það er alfarið rangt.“Ekkert óeðlilegt við útkall Kemur fram í yfirlýsingunni að sjúkraflutningar í Rangárþingi hafa verið stórefldir frá 15. maí síðastliðnum og ekkert óeðlilegt verið við útkall umræddan dag og lóðamörk í sveitarfélaginu Árborg höfðu ekkert með það að gera. „Sjúkrabíll með tveggja manna áhöfn á staðarvakt er alltaf staðsettur í Rangárþingi, nema eðli málsins samkvæmt þegar hann er að flytja sjúklinga á sjúkrahús. Varasjúkrabíll er staðsettur á Hvolsvelli og hægt hefur verið að nota hann mun oftar eftir að nýtt kerfi hefur verið tekið upp, bæði ef fleiri bíla er þörf t.d. í alvarleg slys og eins ef aðalbíllinn er í öðru útkalli.“ Kemur þar fram að að minnsta kosti þrír af sjúkraflutningamönnum í atvinnuliði HSU eru búsettir í Rangárþingi. „Umrætt slys varð í hádeginu á miðvikudegi og þegar það varð voru klíniskir starfsmenn HSU – Rangárþingi staðsettir á Hellu á fundi. Einn læknir er á neyðarvakt á hverjum tíma í Rangárþingi og er ýmis staðsettur á Hellu eða á Hvolsvelli. Neyðarlína og vakthafandi varðstjóri sjúkraflutninga á Selfossi, sem hefur með flotastýringu sjúkraflutninga á Suðurlandi að gera, skipulögðu útkallið, sem metið var í hæsta forgangi. Útkall frá Neyðarlínu kom kl 12:45. Aðalsjúkrabíll og áhöfn staðsett í Rangárþingi var að sinna öðru útkalli. Því þurfti að kalla hjálp annars staðar frá sem væri fljótari á vettvang, alveg eins og hefði þurft að gera ef gamla fyrirkomulagið með hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum hefði verið við lýði.“ Kallaður var til sjúkrabíl frá Selfossi og læknir og hjúkrunarfræðingur fóru af stað frá Hellu á merktum bíl frá HSU.Út í hött„Auk þess var kallaður út varasjúkrabíll frá Hvolsvelli þar sem sjúkraflutningamaður búsettur í Rangárþingi sem ekki var á vakt var kallaður út og fór á vettvang. Læknir og hjúkrunarfræðingur voru fyrst á staðinn rétt um kl. 13 með viðbúnað og skömmu síðar kemur sjúkrabíll. Það gerir viðbragðstíma upp á u.þ.b. 15 mínútur sem er með því besta sem gerist bæði á höfuðborgasvæðinu sem og á landsbyggðinni.“ Telja talsmenn HSU að færslur sem þessar valdi íbúum á svæðinu óþarfa áhyggjum. „Það var ekkert óeðlilegt við þjónustustig og viðbragð sjúkraflutninga og annarra heilbrigðisstarfsmanna þegar þetta slys átti sér stað. Að halda öðru fram er ósatt og til þess eins fallið að valda íbúum og þeim sem hlut eiga að máli tilefnislausum áhyggjum. Það er líka alveg út í hött að halda því fram að eldra fyrirkomulag með hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum, í stað staðarvaktar, í Rangárþingi sé betra eða öflugara en núverandi fyrirkomulag. Það sér hver sem hefur kynnt sér þau mál almennilega.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga HSU og Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga HSU. „Að lokum viljum við minna á það að þegar kallað er eftir hjálp vegna alvarlegra slysa og veikinda skal ávallt hringja í númerið 1-1-2 óháð því hvar á landinu sem fólk er statt.“
Sjúkraflutningar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira