Paolo Guerrero, fyrirliði og markahæsti leikmaður perúska landsliðsins, hefur verið dæmdur í 12 mánaða keppnisbann af FIFA vegna kókaínneyslu.
Þetta þýðir að Guerrero missir af HM í Rússlandi næsta sumar.
Guerrero, sem er 33 ára, er aðalframherji Perú og hefur skorað 33 mörk í 84 landsleikjum, fleiri en nokkur annar.
Guerrero fór í lyfjapróf eftir leik gegn Argentínu í undankeppni HM 5. október síðastliðinn. Kókaín fannst í sýni hans.
Guerrero lék lengst af í Þýskalandi, með Bayern München og Hamburg. Síðan 2012 hefur hann leikið í Brasilíu, fyrst með Corinthians og svo með Flamengo.
Fyrirliði Perú missir af HM vegna kókaínneyslu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

„Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“
Íslenski boltinn

Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs
Íslenski boltinn






