Messi: Ísland er sýnd veiði en ekki gefin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2017 16:34 Lionel Messi mun mæta strákunum okkar í Rússlandi á næsta ári. Vísir/Getty Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira