Hamas kalla eftir árásum á Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 10:34 Frá mótmælum í Palestínu í morgun. Vísir/AFP Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu. Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu.
Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira