Kínversk yfirvöld segja að dróni indverska hersins hafi farið inn í lofthelgi Kína og hrapað þar fyrir nokkrum dögum síðan.
Kínverjar saka þannig Indverja um að brjóta á lofthelgi sinni og er drónaflugið harðlega gagnrýnt í kínverskum miðlum.
Samskipti ríkjanna hafa versnað eftir að deila reis upp á milli þeirra vegna yfirráða og eignarhalds á hásléttu í Himalaya-fjöllum.
Kínverjar telja sig eiga svæðið sem um ræðir en það gerir smáríkið Bútan einnig, og Indverjar styðja Bútan í því máli.
Kínverjar saka Indverja um ólöglegt drónaflug
Atli Ísleifsson skrifar
