Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2017 22:00 Það var gaman hjá leikmönnum Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. Manchester City tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu þegar liðið lá 2-1 á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en það breytti því þó ekki að lærisveinar Pep Guardiola unnu sinn riðil. Tottenham vann líka sinn riðil en hálfgert varalið átti ekki í miklum vandræðum með Apoel frá Kýpur á Wembley í kvöld. Shakhtar Donetsk tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á kostnað Napoli sem þarf að fara í Evrópudeildina. Napoli klúðraði sínum málum með því að tapa á móti Feyenoord þannig að Úkraínumennirnir hefðu alltaf farið áfram þótt þeir hefðu ekki unnið Manchester City. Liverpool skoraði sjö mörk í stórsigri á Spartak Moskvu á Anfield en þrjú markanna komu á fyrstu nítján mínútum leiksins. Sevilla fylgir Liverpool í sextán liða úrslitin. Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu. Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en þetta voru síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:E-riðill:Maribor - Sevilla 1-1 1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)Liverpool - Spartak Moskva 7-0 1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.F-riðill:Feyenoord - Napoli 2-1 0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).Shakhtar Donetsk - Manchester City 2-1 1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.G-riðill:Leipzig - Besiktas 1-2 0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)Porto - Monaco 5-2 1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.H-riðill:Real Madrid - Dortmund 3-2 1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)Tottenham - APOEL 3-0 1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Dortmund Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. Manchester City tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu þegar liðið lá 2-1 á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en það breytti því þó ekki að lærisveinar Pep Guardiola unnu sinn riðil. Tottenham vann líka sinn riðil en hálfgert varalið átti ekki í miklum vandræðum með Apoel frá Kýpur á Wembley í kvöld. Shakhtar Donetsk tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á kostnað Napoli sem þarf að fara í Evrópudeildina. Napoli klúðraði sínum málum með því að tapa á móti Feyenoord þannig að Úkraínumennirnir hefðu alltaf farið áfram þótt þeir hefðu ekki unnið Manchester City. Liverpool skoraði sjö mörk í stórsigri á Spartak Moskvu á Anfield en þrjú markanna komu á fyrstu nítján mínútum leiksins. Sevilla fylgir Liverpool í sextán liða úrslitin. Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu. Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en þetta voru síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:E-riðill:Maribor - Sevilla 1-1 1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)Liverpool - Spartak Moskva 7-0 1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.F-riðill:Feyenoord - Napoli 2-1 0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).Shakhtar Donetsk - Manchester City 2-1 1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.G-riðill:Leipzig - Besiktas 1-2 0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)Porto - Monaco 5-2 1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.H-riðill:Real Madrid - Dortmund 3-2 1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)Tottenham - APOEL 3-0 1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Dortmund
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira