Liverpool tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en þarf annars betri úrslit en Sevilla til að gulltryggja sæti sitt í sextán liða úrslitunum.
Þetta er þriðja skiptið sem Liverpool nær svona súperbyrjun í Meistardeildinni á þessu tímabili.
El Liverpool en esta fase de grupos...
> A los 18'55'' ya ganaba 0-3 en Eslovenia.
> A los 29'29'' ya ganaba 0-3 en Sevilla.
> A los 17'59'' ya le ganaba 3-0 al Spartak en Anfield.
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 6, 2017
Roberto Firmino, Philippe Coutinho og Mohamed Salah komu Liverpool í 3-0 á fyrstu 18 mínútunum og 55 sekúndunum á móti Maribor í Slóveníu en Liverpool vann leikinn á endanum 7-0.
Roberto Firmino (2 mörk) og Sadio Mané komu Liverpool í 3-0 á fyrstu 29 mínútunum og 29 sekúndunum á móti Sevilla á Spáni en Liverpool missti þann leik niður í 3-3 jafntefli.