Innlent

Ætla að laga Ingólfsbrunn fyrir jólin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér á þriðjudagsmorgun.
Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér á þriðjudagsmorgun. Birgir Jónsson
Reykjavíkurborg pantaði hert öryggisgler á Ingólfsbrunn í október. Von er á því til landsins þann 15. desember og verður það sett yfir brunnopið. Þetta kemur fram í svari Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar er varðar viðhald.

Vísir fjallaði á þriðjudag um að verslunareigandi við Aðalstræti væri orðinn langþreyttur og skammaðist sín á stöðu mála við brunninn þar sem talið er að Ingólfur Arnarson hafi sótt sér vatn á Landnámsöld. Birgir Jónsson, trommari Dimmu sem rekur verslun í Aðalstræti, sagðist ekki geta horft framan í útlendinga lengur sem virtu fyrir sér brunninn.

Í að verða ár hefði glerið yfir opi brunnsins verið brotið eða svo óhreint að ekki er hægt að sjá ofan í brunninn. Það stendur nú til bóta eftir því sem fram kemur í fyrrnefndu svari frá Reykjavíkurborg.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×