„Enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum“ Guðný Hrönn skrifar 6. desember 2017 10:15 Óskari Steini Ómarssyni var nokkuð brugðið þegar hann hlustaði á texta lagsins Giftur leiknum af nýrri plötu Herra Hnetusmjörs. vísir/stefán Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“ Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“
Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið