Sigmundur Davíð dregur stjórnarsáttmálann sundur og saman í háði Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2017 13:52 Sigmundur Davíð tætir nýjan stjórnarsáttmála í sig, telur hann hlálegt plagg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér. Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér.
Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45
Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15