Björn Ulvaeus fagnar #Metoo: „Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2017 12:30 Björn Ulvaeus fagnar opinni umræðu um kynferðislega áreitni og er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í henni. Vísir/EPA Björn Ulvaeus, einn stofnanda goðsagnakenndu hljómsveitarinnar ABBA, segir að #metoo átakið hafi fengið hann til að staldra við og hugsa. Hann segist hafa litið yfir farinn veg og hugsað hvernig hann hafi komið fram við konur. Ulvaeus fer yfir #Metoo í skoðanapistli í Svenska Dagbladet. „Ég tek eftir því að ég staldra við og hugsa: Er ég hávær? Er ég of fyrirferðarmikill? Fundur tveggja kvenna og fimm karla. Er það tilhneiging karlanna að grípa fram í fyrir konunum, eða þá að þær segi ekki það sem þær hefðu ætlað að segja?“ Björn er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í ABBA, þeim Agnethu, Anni-Frid og Benny.Vísir/Getty „Þetta gerði ég aldrei áður en #Metoo byltingin kom. En hversu hressandi er að gera það og hvers vegna í ósköpunum gerði ég það ekki fyrr?“ Fagnar því að upplifa #Metoo Ulvaeus, sem er orðinn 72 ára gamall, segist þakklátur fyrir að fá að upplifa þess umræðu. „Margir héldu að krafturinn myndi minnka, en hann hélt áfram og það vekur hjá manni von. Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna. #Metoo er sögulegur vendipunktur. Að hugsa sér að maður fái að vera með!" #Metoo átakið hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð, heimalandi Ulvaeus, þar sem þúsundir kvenna úr ýmsum starfstéttum, þar á meðal tónlistarheiminum, hafa stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hér á landi hafa konur einnig stigið fram. Frásagnir stjórnmálakvenna, kvenna innan sviðslista og kvikmyndaiðnaðar hafa til að mynda verið áberandi. Þá hafa konur í vísindum einnig birt sögur af áreitni og eru samtöl milli kvenna úr ýmsum öðrum stéttum einnig að eiga sér stað. Björn Ulvaeus var sem fyrr segir hluti af hljómsveitinn ABBA sem naut gríðarlega vinsælda um heim allan á áttunda áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má heyra eitt frægasta lag þeirra. MeToo Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Björn Ulvaeus, einn stofnanda goðsagnakenndu hljómsveitarinnar ABBA, segir að #metoo átakið hafi fengið hann til að staldra við og hugsa. Hann segist hafa litið yfir farinn veg og hugsað hvernig hann hafi komið fram við konur. Ulvaeus fer yfir #Metoo í skoðanapistli í Svenska Dagbladet. „Ég tek eftir því að ég staldra við og hugsa: Er ég hávær? Er ég of fyrirferðarmikill? Fundur tveggja kvenna og fimm karla. Er það tilhneiging karlanna að grípa fram í fyrir konunum, eða þá að þær segi ekki það sem þær hefðu ætlað að segja?“ Björn er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í ABBA, þeim Agnethu, Anni-Frid og Benny.Vísir/Getty „Þetta gerði ég aldrei áður en #Metoo byltingin kom. En hversu hressandi er að gera það og hvers vegna í ósköpunum gerði ég það ekki fyrr?“ Fagnar því að upplifa #Metoo Ulvaeus, sem er orðinn 72 ára gamall, segist þakklátur fyrir að fá að upplifa þess umræðu. „Margir héldu að krafturinn myndi minnka, en hann hélt áfram og það vekur hjá manni von. Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna. #Metoo er sögulegur vendipunktur. Að hugsa sér að maður fái að vera með!" #Metoo átakið hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð, heimalandi Ulvaeus, þar sem þúsundir kvenna úr ýmsum starfstéttum, þar á meðal tónlistarheiminum, hafa stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hér á landi hafa konur einnig stigið fram. Frásagnir stjórnmálakvenna, kvenna innan sviðslista og kvikmyndaiðnaðar hafa til að mynda verið áberandi. Þá hafa konur í vísindum einnig birt sögur af áreitni og eru samtöl milli kvenna úr ýmsum öðrum stéttum einnig að eiga sér stað. Björn Ulvaeus var sem fyrr segir hluti af hljómsveitinn ABBA sem naut gríðarlega vinsælda um heim allan á áttunda áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má heyra eitt frægasta lag þeirra.
MeToo Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45