Getur ekki horft í augun á ferðamönnum vegna Ingólfsbrunns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2017 16:00 Ingólfsbrunnur í Aðalstræti í Reykjavík hefur ekki mikið aðdráttarafl þessa dagana. Birgir Jónsson Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira