Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2017 09:00 Það verður seint sagt að Tindastóll hafi sýnt að liðið er meistaraefni þegar að það fékk rassskell á móti KR, 97-69, í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi en með sigri hefði liðið skotist aftur á toppinn. Stólarnir hafa átt í bölvuðu basli með KR undanfarin ár en vesturbæjarliðið hefur ekki verið að sýna neinn glansbolta að undanförnu. Samt sem áður pakkaði það Stólunum saman og Sauðkrækingar fengu heldur betur að heyra það fyrir vikið. Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru sérfræðingar í 100. þætti Domino´s-Körfuboltakvölds í gær sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD eftir leikinn og þar voru Stólarnir afgreiddir. „KR er kryptonite Stólanna. Þetta er eins og með Superman. Þeir verða bara veikburða í kringum þetta KR-lið,“ sagði Jón Halldór og Kristinn greip orðið: „Þeir verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR. Það er bara svoleiðis. Punktur.“ Jón Halldór skaut á Stólana um daginn og sagði að þeir gætu ekki orðið Íslandsmeistarar. Þetta er sönnunin fyrir því, að hans sögn. „Þetta er risastórt spurningamerki fyrir Tindastólsliðið í heild sinni og alla þá sem að koma að þessu. Hvað þurfa þeir að gera til þess að yfirstíga þetta? Þeir þurfa að finna einhverja lausn,“ sagði hann. „Ég var skammaður um daginn fyrir að segja að þegar á hólminn er komið missa þeir saur eða drulla á bitann. Þetta er akkurat ástæðan. Mættu í þennan leik og drullastu til að vinna eða gera eitthvað. Sýndu mér að þú sért virkilega að fara að gera atlögu að titlinum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn KR-ingar, með fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi, fóru illa með Tindastól í Vesturbænum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld og unnu á endanum 28 stiga stórsigur, 97-69. Brynjar skoraði 33 stig í leiknum, öll í fyrstu þremur leikhlutunum. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Það verður seint sagt að Tindastóll hafi sýnt að liðið er meistaraefni þegar að það fékk rassskell á móti KR, 97-69, í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi en með sigri hefði liðið skotist aftur á toppinn. Stólarnir hafa átt í bölvuðu basli með KR undanfarin ár en vesturbæjarliðið hefur ekki verið að sýna neinn glansbolta að undanförnu. Samt sem áður pakkaði það Stólunum saman og Sauðkrækingar fengu heldur betur að heyra það fyrir vikið. Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru sérfræðingar í 100. þætti Domino´s-Körfuboltakvölds í gær sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD eftir leikinn og þar voru Stólarnir afgreiddir. „KR er kryptonite Stólanna. Þetta er eins og með Superman. Þeir verða bara veikburða í kringum þetta KR-lið,“ sagði Jón Halldór og Kristinn greip orðið: „Þeir verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR. Það er bara svoleiðis. Punktur.“ Jón Halldór skaut á Stólana um daginn og sagði að þeir gætu ekki orðið Íslandsmeistarar. Þetta er sönnunin fyrir því, að hans sögn. „Þetta er risastórt spurningamerki fyrir Tindastólsliðið í heild sinni og alla þá sem að koma að þessu. Hvað þurfa þeir að gera til þess að yfirstíga þetta? Þeir þurfa að finna einhverja lausn,“ sagði hann. „Ég var skammaður um daginn fyrir að segja að þegar á hólminn er komið missa þeir saur eða drulla á bitann. Þetta er akkurat ástæðan. Mættu í þennan leik og drullastu til að vinna eða gera eitthvað. Sýndu mér að þú sért virkilega að fara að gera atlögu að titlinum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn KR-ingar, með fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi, fóru illa með Tindastól í Vesturbænum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld og unnu á endanum 28 stiga stórsigur, 97-69. Brynjar skoraði 33 stig í leiknum, öll í fyrstu þremur leikhlutunum. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn KR-ingar, með fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi, fóru illa með Tindastól í Vesturbænum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld og unnu á endanum 28 stiga stórsigur, 97-69. Brynjar skoraði 33 stig í leiknum, öll í fyrstu þremur leikhlutunum. 4. desember 2017 22:00