Hornfirðingar smíða gítara sem eru engum öðrum líkir Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2017 21:15 Gítarar með snertiskjám og led-ljósum eru meðal þess sem hornfirskir áhugamenn um hljóðfærasmíði hafa þróað. Svo mikil er gróskan að Hornfirðingar hafa stofnað til tónlistarhátíðar óvenjulegra hljóðfæra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land land” í kvöld. Gamla Kaupfélagshúsið á Höfn er nú smiðja skapandi greina þar sem frumkvöðlum býðst aðstaða til að láta ólíkar hugmyndir verða að veruleika. Tónlistarmenn byrjuðu á því að nýta yfirborðsfræsara til að skera út einföld hljóðfæri í tré en fóru svo að bæta við flóknari hlutum, eins og rafrásum. Og nú hefur þetta þróast upp í smíði frumlegra tæknihljóðfæra. Í viðtalinu sýnir Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhúss og FabLab-smiðju Hornafjarðar, nokkur dæmi um hátæknigítara. Þar má sjá gítar með ljósnæmum skynjurum í hálsinum, þar sem gítarleikarinn getur breytt hljóðunum einfaldlega með því að veifa höndunum yfir skynjurunum. Annar gítar er með snertiskjá sem gítarleikarinn getur snert og breytt þannig hljóðum. Sá þriðji er með led-ljósum sem breytast í samræmi við tóna gítarsins. Vilhjálmur Magnússon við hljóðfærið vírdós sem tónlistarhátíðin dregur nafn sitt af.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hljóðfærasmiðirnir eru á öllum aldri, sá yngsti innan við tvítugt og sá elsti um sextugt. Saman héldu þeir á Höfn í ágústlok í sumar tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra, sem fékk nafnið Vírdós, eftir vírdós sem sést í fréttinni. Vilhjálmur kveðst sannfærður um hátíðin verði hér eftir árlegur viðburður. Fjallað var um mannlíf á Hornafirði í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld. Hornafjörður Um land allt Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Gítarar með snertiskjám og led-ljósum eru meðal þess sem hornfirskir áhugamenn um hljóðfærasmíði hafa þróað. Svo mikil er gróskan að Hornfirðingar hafa stofnað til tónlistarhátíðar óvenjulegra hljóðfæra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land land” í kvöld. Gamla Kaupfélagshúsið á Höfn er nú smiðja skapandi greina þar sem frumkvöðlum býðst aðstaða til að láta ólíkar hugmyndir verða að veruleika. Tónlistarmenn byrjuðu á því að nýta yfirborðsfræsara til að skera út einföld hljóðfæri í tré en fóru svo að bæta við flóknari hlutum, eins og rafrásum. Og nú hefur þetta þróast upp í smíði frumlegra tæknihljóðfæra. Í viðtalinu sýnir Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhúss og FabLab-smiðju Hornafjarðar, nokkur dæmi um hátæknigítara. Þar má sjá gítar með ljósnæmum skynjurum í hálsinum, þar sem gítarleikarinn getur breytt hljóðunum einfaldlega með því að veifa höndunum yfir skynjurunum. Annar gítar er með snertiskjá sem gítarleikarinn getur snert og breytt þannig hljóðum. Sá þriðji er með led-ljósum sem breytast í samræmi við tóna gítarsins. Vilhjálmur Magnússon við hljóðfærið vírdós sem tónlistarhátíðin dregur nafn sitt af.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hljóðfærasmiðirnir eru á öllum aldri, sá yngsti innan við tvítugt og sá elsti um sextugt. Saman héldu þeir á Höfn í ágústlok í sumar tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra, sem fékk nafnið Vírdós, eftir vírdós sem sést í fréttinni. Vilhjálmur kveðst sannfærður um hátíðin verði hér eftir árlegur viðburður. Fjallað var um mannlíf á Hornafirði í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld.
Hornafjörður Um land allt Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira