Að koma heim í miðri messu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Skömmu fyrir nón síðastliðinn laugardag er mér ekið, nýlentum hér á landi, í gegnum Garðabæ á leið til föðurhúsa í Kópavogi. Verður mér þá litið til suðurs í hraunið þar sem nær allur bílafloti landsmanna umkringir Costco og síðan blasir við mér bílalest mikil sem bíður þess að komast fyrir í sömu mergðinni. Mér varð hugsað til þorps nokkurs á Spáni þar sem ég hélt upplestur. Ekki leist mér á blikuna þegar þangað kom því þorpið virtist tómt. Það var ekki fyrr en mig bar að kirkjunni að ég áttaði mig á því hvar þorpsbúar voru. Nú á laugardaginn fannst mér ég hafa komið heim í miðri messu. En annars er það aðdáunarvert hvað kapítalistarnir hafa náð að hagræða hér í landi og geta þannig boðið þjóð vorri upp á enn meiri einsleitni en kommúnistar höfðu þorað að láta sig dreyma um. Ein búð, örfáir sjávarútvegsrisar, örfá bú, verið er að vinna að því að koma öllum fyrir í einni borg, þar sem örfáir eiga allan húsakost og þannig má áfram telja. Nú þarf hið opinbera bara að reka lokahnútinn á þetta. Það sjá það allir hversu mikið vesen er að vinna með mörgum flokkum. Reynslulaus flokkur gengur úr skaftinu að næturþeli og síðan tekur tíma og ótal tár, á vinstri vanga, að setja þetta saman að nýju. Af hverju ekki að hafa bara einn flokk? Og allt þetta lífsskoðunarvesen, með óendanlegum þyngslum fyrir kommentakerfin? Eigum við ekki bara að hætta þessu röfli og setja öll trú okkar á Mammon? Og svo fyrir þá sem kunna ekki fótum sínum forráð í þessari framúrskarandi einsleitni má náttúrlega hanna eitt stórt tjaldsvæði í Laugardal. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skömmu fyrir nón síðastliðinn laugardag er mér ekið, nýlentum hér á landi, í gegnum Garðabæ á leið til föðurhúsa í Kópavogi. Verður mér þá litið til suðurs í hraunið þar sem nær allur bílafloti landsmanna umkringir Costco og síðan blasir við mér bílalest mikil sem bíður þess að komast fyrir í sömu mergðinni. Mér varð hugsað til þorps nokkurs á Spáni þar sem ég hélt upplestur. Ekki leist mér á blikuna þegar þangað kom því þorpið virtist tómt. Það var ekki fyrr en mig bar að kirkjunni að ég áttaði mig á því hvar þorpsbúar voru. Nú á laugardaginn fannst mér ég hafa komið heim í miðri messu. En annars er það aðdáunarvert hvað kapítalistarnir hafa náð að hagræða hér í landi og geta þannig boðið þjóð vorri upp á enn meiri einsleitni en kommúnistar höfðu þorað að láta sig dreyma um. Ein búð, örfáir sjávarútvegsrisar, örfá bú, verið er að vinna að því að koma öllum fyrir í einni borg, þar sem örfáir eiga allan húsakost og þannig má áfram telja. Nú þarf hið opinbera bara að reka lokahnútinn á þetta. Það sjá það allir hversu mikið vesen er að vinna með mörgum flokkum. Reynslulaus flokkur gengur úr skaftinu að næturþeli og síðan tekur tíma og ótal tár, á vinstri vanga, að setja þetta saman að nýju. Af hverju ekki að hafa bara einn flokk? Og allt þetta lífsskoðunarvesen, með óendanlegum þyngslum fyrir kommentakerfin? Eigum við ekki bara að hætta þessu röfli og setja öll trú okkar á Mammon? Og svo fyrir þá sem kunna ekki fótum sínum forráð í þessari framúrskarandi einsleitni má náttúrlega hanna eitt stórt tjaldsvæði í Laugardal. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.