Akureyringur á 150 kílómetra hraða hafði betur gegn lögreglunni í dómsal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2017 13:09 Koma verður í ljós hvort lögreglan á Norðurlandi vestra geri aðra tilraun til þess að rukka Akureyringinn um 130 þúsund krónurnar. Vísir/Auðunn Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins. Akrahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins.
Akrahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira