Gennaro Gattuso tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik sem þjálfari AC Milan um helgina en liðið gerði jafntefli, 2-2, gegn nýliðum Benevento sem töpuðu fyrstu fjórtán leikjum sínum í Seríu A.
Nýliðarnir náðu í sitt fyrsta stig í sögunni í efstu deild á móti AC Milan og það með ótrúlegum hætti en markvörður liðsins, Alberto Brignoli, skoraði með skalla og jafnaði í 2-2 þegar að fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Gattuso er mikil tilfinningavera og elskar AC Milan en hann hefur lengi dreymt um að þjálfa liðið. Sá draumur rættist en á endanum varð þetta að martröð.
„Þetta er ótrúlega sárt. Það hefði verið betra að vera stunginn en að fá á sig þetta mark,“ sagði Gattuso við Sky eftir leikinn. „Ég bjóst aldrei við að fá á mig mark frá markverði í uppbótartíma.
„Mig hefur dreymt um þennan leik oft og lengi. En ekki í einum einasta draumi gerðist það að markvörður mótherjann skoraði. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Gennaro Gattuso.
Gattuso: Hefði verið betra að vera stunginn en að fá á sig þetta mark
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn





Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn