Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Ólöf Skaftadóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 4. desember 2017 07:00 Svandís tók við sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttablaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju. Sprenging hefur orðið í dauðsföllum af völdum sykursýki 2 undanfarin ár. „Við viljum, og það kemur fram í stjórnarsáttmálanum, almennt leggja meiri áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Það hefur auðvitað verið sú tilhneiging að setja mesta áherslu á sjúkrahúsþjónustuna sjálfa, en minna á forvarnarþáttinn. Góð heilsa snýst um þrennt; forvarnir og lýðheilsu, sjúkrahúsið og heilsugæsluna og svo eftirfylgni og endurhæfingu.“ Á tuttugu ára tímabili, frá 1996 til ársloka í fyrra, létust 137 einstaklingar hér á landi af völdum sykursýki af tegund 2 samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins.Þar af létust fimmtíu þeirra á síðustu fjórum árum. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Sykursýki herjar nú á Vesturlönd sem lífsstílstengdur sjúkdómur. Lyfjanotkun við sjúkdómnum hefur aukist um allan hinn vestræna heim á þessari öld. Hins vegar hefur þróunin á Íslandi verið nokkuð hraðari en annars staðar. Sykursýki var nokkuð fátíð hér á landi í byrjun aldarinnar miðað við hin Norðurlöndin en er nú á pari við það sem gerist í Danmörku. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld bregðist við. „Sykursýki 2 er lífsstílstengdur sjúkdómur og sú mikla sykurneysla sem á sér stað hér á landi er ekki ákjósanleg. Með einhverjum ráðum þurfum við að minnka þessa neyslu því kostnaður heilbrigðiskerfisins af þessari neyslu er orðinn töluverður,“ segir Sigríður og bætir við að sykurskattur væri eitt af stóru skrefunum til að kljást við þetta vandamál.Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga.Fréttablaðið/Daníel„Félag lýðheilsufræðinga hefur lagt áherslu á að sykurskattur verði lagður á með breyttu sniði. Ef við byrjum á því að skattleggja sykraða gosdrykki og sælgæti myndum við sjá miklar breytingar. Vandamálið með sykurskattinn eins og hann var er að hann lagðist á ósykraða gosdrykki. Svo var hann við lýði í of stuttan tíma til að hægt væri að mæla árangurinn. Við teljum mikilvægt að leggja hann á til að sporna við þeirri þróun sem á sér stað á Íslandi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til við síðustu tekjuáætlun að sykurskattur yrði lagður á að nýju og lét hafa eftir sér að sykurskattur væri besta leiðin til að draga úr sykurneyslu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, lögðu hins vegar sykurskattinn niður og hafa verið mótfallnir þessari tegund skattheimtu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leggja eigi áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Skoðuð verði beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist opin fyrir að taka upp sykurskatt. „Þetta er eitt af því sem við eigum að hafa á dagskrá þegar við ræðum hvernig við beitum hvötum í ríkisfjármálunum.“ Niðurstöður norrænnar vöktunar á mataræði, hreyfingu og holdafari sýna að neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum er mest á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju. Sprenging hefur orðið í dauðsföllum af völdum sykursýki 2 undanfarin ár. „Við viljum, og það kemur fram í stjórnarsáttmálanum, almennt leggja meiri áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Það hefur auðvitað verið sú tilhneiging að setja mesta áherslu á sjúkrahúsþjónustuna sjálfa, en minna á forvarnarþáttinn. Góð heilsa snýst um þrennt; forvarnir og lýðheilsu, sjúkrahúsið og heilsugæsluna og svo eftirfylgni og endurhæfingu.“ Á tuttugu ára tímabili, frá 1996 til ársloka í fyrra, létust 137 einstaklingar hér á landi af völdum sykursýki af tegund 2 samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins.Þar af létust fimmtíu þeirra á síðustu fjórum árum. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Sykursýki herjar nú á Vesturlönd sem lífsstílstengdur sjúkdómur. Lyfjanotkun við sjúkdómnum hefur aukist um allan hinn vestræna heim á þessari öld. Hins vegar hefur þróunin á Íslandi verið nokkuð hraðari en annars staðar. Sykursýki var nokkuð fátíð hér á landi í byrjun aldarinnar miðað við hin Norðurlöndin en er nú á pari við það sem gerist í Danmörku. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld bregðist við. „Sykursýki 2 er lífsstílstengdur sjúkdómur og sú mikla sykurneysla sem á sér stað hér á landi er ekki ákjósanleg. Með einhverjum ráðum þurfum við að minnka þessa neyslu því kostnaður heilbrigðiskerfisins af þessari neyslu er orðinn töluverður,“ segir Sigríður og bætir við að sykurskattur væri eitt af stóru skrefunum til að kljást við þetta vandamál.Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga.Fréttablaðið/Daníel„Félag lýðheilsufræðinga hefur lagt áherslu á að sykurskattur verði lagður á með breyttu sniði. Ef við byrjum á því að skattleggja sykraða gosdrykki og sælgæti myndum við sjá miklar breytingar. Vandamálið með sykurskattinn eins og hann var er að hann lagðist á ósykraða gosdrykki. Svo var hann við lýði í of stuttan tíma til að hægt væri að mæla árangurinn. Við teljum mikilvægt að leggja hann á til að sporna við þeirri þróun sem á sér stað á Íslandi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til við síðustu tekjuáætlun að sykurskattur yrði lagður á að nýju og lét hafa eftir sér að sykurskattur væri besta leiðin til að draga úr sykurneyslu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, lögðu hins vegar sykurskattinn niður og hafa verið mótfallnir þessari tegund skattheimtu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leggja eigi áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Skoðuð verði beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist opin fyrir að taka upp sykurskatt. „Þetta er eitt af því sem við eigum að hafa á dagskrá þegar við ræðum hvernig við beitum hvötum í ríkisfjármálunum.“ Niðurstöður norrænnar vöktunar á mataræði, hreyfingu og holdafari sýna að neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum er mest á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira