Í dag hófst keppni í fimm manna liðum á heimsmeistaramótinu í keilu sem fram fer í Las Vegas.
Íslenska liðið spilaði ágætlega í dag, karlaliðið byrjaði mjög vel og spilaði 958 í fyrsta leik. Jón Ingi Ragnarsson og Skúli Freyr Sigurðsson fóru fyrir liðinu, Jón spilaði 241 og Skúli 244. Seinni tveir leikirnir fóru ekki eins vel, 871 og 921. Liðið er í 30. sæti með 183,3 í meðaltal eftir daginn, sem er undir væntingum liðsins.
Skúli Freyr spilaði best íslensku strákana í dag, var með 621 í heildarskor, eða 207 í meðaltal.
Kvennaliðið spilaði 2628 í heildina í dag, 175 í meðaltal sem skilar þeim í 25. sæti. Katrín Fjóla Bragadóttir átti bestan dag stelpnanna, spilaði 622, eða 207,3 í meðaltal.
Dagurinn á HM í keilu undir væntingum

Tengdar fréttir

Hafþór á meðal fjörutíu efstu á HM í keilu
HM í keilu var áframhaldið í Las Vegas í gær en þá var leikið í tvímenningi karla en alls eru 108 lið skráð til leiks.

Besti leikur Íslands á HM
Keppni í þrímenning á Heimsmeistaramótinu í keilu hófst í gær. Ísland sendi tvö lið til keppni í bæði karla- og kvennaflokki.