Bandaríski körfuboltinn hélt áfram að rúlla en átt leikir fóru fram í NBA í nótt. Meðal þeirra liða sem var í eldlínunni voru Golden State, Miami Heat og Chicago Bulls.
Golden State Warriors mættu Orlando Magic á heimavelli þar sem að Klay Thompson, Kevin Durant og Steph Curry mættu allir til leiks. Klay Thompson skoraði 27 stig í leiknum, Kevin Durant 25 og Steph Curry 23 og hjálpuðu þeir liði sínu að vinna að lokum sigur 133-112.
Miami Heat tóku á móti Charlotte Hornets. Staðan eftir 1.leikhluta var 30-22 og í hálfleik 49-48 þannig leikurinn var mjög jafn. Það var Josh Richardson sem dróg vagninn fyrir Miami Heat en hann setti 27 stig og unnu Miami að lokum sterkan sigur 100-105.
Úrslit næturinnar:
Golden State Warriors 133-112 Orlando Magic
Washington Wizards 109- 91 Detroit Pistons
Toronto Raptors 120 - 115 Indiana Pacers
Charlotte Hornets 100 - 105 Miami Heat
Chicago Bulls 106 - 107 Sacramento Kings
San Antonio Spurs 95 - 79 Memphis Grizzlies
Oklahoma City Thunder 111 - 107 Minnesota Timberwolves
Utah Jazz 114 - 108 New Orleans Pelicans
NBA: Klay Thompson með 27 stig í sigri Golden State
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti
