Björt Ólafsdóttir: Vinstrisinnaðir miðlar tóku hart á Bjartri framtíð Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. desember 2017 11:06 Björt féll af þingi í kosningunum eftir að flokkur hennar sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn í haust. Vísir/Stefán Fjölmiðlar með „vinstri slagsíðu“ eins og Stundin og Kjarninn áttu þátt í að kjósendur Bjartrar framtíðar yfirgáfu flokkinn fyrir Samfykinguna og Vinstri græn, að sögn Bjartar Ólafsdóttur, nýs formanns Bjatrar framtíðar. Hún segir að eftir á að hyggja hafi flokksmenn greitt atkvæði of snemma um stjórnarslit í haust. Í forsíðuviðtali við Fréttablaðið sakar Björt Vinstri græn jafnframt um hræsni nú þegar flokkurinn hefur myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Björt framtíð sætti töluverðri gagnrýni í fyrra þegar flokkurinn fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. „Ég tengi alveg við það sem Katrín er að gera. Það sem hún er að segja. Við Óttarr sögðum nákvæmlega það sama fyrir ári, þegar við stóðum í þessum sporum. Við höfðum líka mann í forgrunni sem, líkt og Katrín, allir vita að er góður maður sem gengur gott eitt til og vildi taka ábyrgð. En miðað við það sem þingflokkur Vinstri grænna leyfði sér að segja þá, fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir, finnst mér magnað að sjá þau ganga inn í þetta samstarf núna.” Hræsnina telur Björt fólgin í að nú telji þetta fólk eitthvað allt uppi á tenginum en þegar Björt framtíð stóð í sömu sporum í fyrra. „Það er það sem manni finnst hvað mest þreytandi varðandi stjórnmálin. Það er eitt í dag en annað á morgun og svo er fólk bara vont ef það er að herma þessi orð upp á það.“Borin út af þeim sem kusu Samylfkingu og Vinstri grænBjört framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september eftir að í ljós kom að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu vitað af því að faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, hefði mælt með uppreist æru barnaníðings. Björt segir þingflokk Bjartrar framtíðar eiginlega hafa verið borinn út strax. Hún kennir fjölmiðlum að hluta til um það. „Kannski ekki af okkar kjósendum, heldur af þeim kjósendum sem nú studdu til að mynda Samfylkingu og Vinstri græn. Og þar spilaði margt inn í, eins og þeir miðlar sem hafa þessa vinstri-slagsíðu, miðlar á borð við Stundina og Kjarnann – þeir tóku hart á okkur,“ segir Björt, en segist ekki hafa kveinkað sér undan því.Gjá myndaðist á milli flokkanna í ríkisstjórnUm stjórnarslitin segir Björt að í baksýnisspeglinum sjái hún að kosningin innan flokks hennar um hvort slíta ætti stjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Betra hefði verið að bíða aðeins. „Ég vissi samt sem áður og Óttarr líka, að um leið og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti að hún og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefðu vitað um þessa uppáskrift föður Bjarna um uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns í margar vikur og ekki séð ástæðu til að upplýsa okkur hin strax – hvað þá almenning– þá myndaðist gjá,“ útskýrir Björt og segir alla þá sem vilja geta séð hversu mikil leyndarhyggja einkenndi stjórnsýsluna í kringum málið. Hún segir stjórnsýsluna alltaf eiga að upplýsa um öll gögn. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur hafnað því alfarið að leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Björt segir málflutninginn sem dómsmálaráðherra hafi haft uppi, um að nauðsynlegt hafi verið að fá úrskurð úrskurðarnefndar til þess að upplýsa um hver hefði ritað upp á uppreist æru fyrir dæmda kynferðisbrotamenn, sé út úr korti. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Fjölmiðlar með „vinstri slagsíðu“ eins og Stundin og Kjarninn áttu þátt í að kjósendur Bjartrar framtíðar yfirgáfu flokkinn fyrir Samfykinguna og Vinstri græn, að sögn Bjartar Ólafsdóttur, nýs formanns Bjatrar framtíðar. Hún segir að eftir á að hyggja hafi flokksmenn greitt atkvæði of snemma um stjórnarslit í haust. Í forsíðuviðtali við Fréttablaðið sakar Björt Vinstri græn jafnframt um hræsni nú þegar flokkurinn hefur myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Björt framtíð sætti töluverðri gagnrýni í fyrra þegar flokkurinn fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. „Ég tengi alveg við það sem Katrín er að gera. Það sem hún er að segja. Við Óttarr sögðum nákvæmlega það sama fyrir ári, þegar við stóðum í þessum sporum. Við höfðum líka mann í forgrunni sem, líkt og Katrín, allir vita að er góður maður sem gengur gott eitt til og vildi taka ábyrgð. En miðað við það sem þingflokkur Vinstri grænna leyfði sér að segja þá, fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir, finnst mér magnað að sjá þau ganga inn í þetta samstarf núna.” Hræsnina telur Björt fólgin í að nú telji þetta fólk eitthvað allt uppi á tenginum en þegar Björt framtíð stóð í sömu sporum í fyrra. „Það er það sem manni finnst hvað mest þreytandi varðandi stjórnmálin. Það er eitt í dag en annað á morgun og svo er fólk bara vont ef það er að herma þessi orð upp á það.“Borin út af þeim sem kusu Samylfkingu og Vinstri grænBjört framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september eftir að í ljós kom að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu vitað af því að faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, hefði mælt með uppreist æru barnaníðings. Björt segir þingflokk Bjartrar framtíðar eiginlega hafa verið borinn út strax. Hún kennir fjölmiðlum að hluta til um það. „Kannski ekki af okkar kjósendum, heldur af þeim kjósendum sem nú studdu til að mynda Samfylkingu og Vinstri græn. Og þar spilaði margt inn í, eins og þeir miðlar sem hafa þessa vinstri-slagsíðu, miðlar á borð við Stundina og Kjarnann – þeir tóku hart á okkur,“ segir Björt, en segist ekki hafa kveinkað sér undan því.Gjá myndaðist á milli flokkanna í ríkisstjórnUm stjórnarslitin segir Björt að í baksýnisspeglinum sjái hún að kosningin innan flokks hennar um hvort slíta ætti stjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Betra hefði verið að bíða aðeins. „Ég vissi samt sem áður og Óttarr líka, að um leið og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti að hún og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefðu vitað um þessa uppáskrift föður Bjarna um uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns í margar vikur og ekki séð ástæðu til að upplýsa okkur hin strax – hvað þá almenning– þá myndaðist gjá,“ útskýrir Björt og segir alla þá sem vilja geta séð hversu mikil leyndarhyggja einkenndi stjórnsýsluna í kringum málið. Hún segir stjórnsýsluna alltaf eiga að upplýsa um öll gögn. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur hafnað því alfarið að leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Björt segir málflutninginn sem dómsmálaráðherra hafi haft uppi, um að nauðsynlegt hafi verið að fá úrskurð úrskurðarnefndar til þess að upplýsa um hver hefði ritað upp á uppreist æru fyrir dæmda kynferðisbrotamenn, sé út úr korti.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira