Honda Civic Type R bíll ársins hjá TopGear Magazine Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 16:09 Honda Civic Type R er skruggukerra. Það var ekki nóg með að Honda Civic Type R hafi verið kosinn bíll ársins hjá TopGear Magazine heldur vann hann einnig flokk “Hot Hatch”-bíla og “International editors”-verðlaunin. Því var um þrefaldan sigur að ræða hjá Honda Civic Type R. TopGear Magazine er stærsta bílatímarit sem gefið er út mánaðarlega í heiminum og er afar virt bílatímarit. Það voru blaðamenn TopGear Magazine í 22 löndum sem völdu Honda Civic Type R besta bíl ársins að þessu sinni. Honda Civic Type R kom af nýrri kynslóð á þessu ári og hann hefur fengið frábæra dóma hingað til en kannski þann allra besta með þessum tilnefningum TopGear Magazine. Honda Civic Type R er nú 306 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými vélar hans sé aðeins 2,0 lítrar. Hann er 4,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 274 km/klst. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent
Það var ekki nóg með að Honda Civic Type R hafi verið kosinn bíll ársins hjá TopGear Magazine heldur vann hann einnig flokk “Hot Hatch”-bíla og “International editors”-verðlaunin. Því var um þrefaldan sigur að ræða hjá Honda Civic Type R. TopGear Magazine er stærsta bílatímarit sem gefið er út mánaðarlega í heiminum og er afar virt bílatímarit. Það voru blaðamenn TopGear Magazine í 22 löndum sem völdu Honda Civic Type R besta bíl ársins að þessu sinni. Honda Civic Type R kom af nýrri kynslóð á þessu ári og hann hefur fengið frábæra dóma hingað til en kannski þann allra besta með þessum tilnefningum TopGear Magazine. Honda Civic Type R er nú 306 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými vélar hans sé aðeins 2,0 lítrar. Hann er 4,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 274 km/klst.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent