Lítið gert fyrir þá verst settu að mati formanns Samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 20:44 Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira