Komst loks á topplistann eftir 23ja ára bið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2017 21:30 Þvílíkur ferill hjá Mariuh Carey. Hér sést hún fagna með jólasveininum. Vísir / Getty Images Flestir kannast við lagið All I Want for Christmas Is You með söngkonunni Mariuh Carey og er lagið órjúfanlegur partur af jólahaldinu í hugum margra. Það kemur því einhverjum eflaust á óvart að lagið var í fyrsta sinn í ár að ná inn í efstu tíu sætin á vinsældarlistanum Billboard Hot 100. Lagið situr nú í níunda sæti listans en toppsætið verma þau Ed Sheeran og Beyoncé með lagið Perfect. Þess má geta að All I Want for Christmas Is You er á fjórðu plötu Mariuh, Merry Christmas, sem kom út árið 1994. Hún hefur því beðið eftir því að komast í efstu sæti Billboard Hot 100-listans í 23 ár. „Þetta er ótrúleg jólagjöf! Sem lagasmiður er það mikill heiður fyrir mig að þetta lag hafi náð inn í efstu tíu sætin á Billboard Hot 100-listanum í fyrsta sinn,“ segir Mariah í samtali við Billboard, gjörsamlega í skýjunum. „Í sannleika sagt hélt ég að þetta myndi aldrei gerast en ég er svo þakklát öllum sem kunna að meta þetta lag og að það sé partur af jólahefðum margra. Það hlýjar mér um hjartarætur og ég er svo stolt af þessu lagi sem ég samdi sem barn á litla Casio-hljómborðið mitt,“ bætir Mariah við. Þetta er í 28 sinn sem Mariah nær inn í efstu sæti Billboard Hot 100-listans. Síðast þegar það gerðist var það lagið Obsessed árið 2009 sem nældi sér í sjöunda sætið. Alls hafa átján lög Mariuh náð fyrsta sæti Billboard Hot 100-listans, sem er besti árangur einsöngvara í sögu listans. Jól Jólalög Tengdar fréttir Hvenær er í lagi að byrja að spila jólalög? Það hafa margir Íslendingar mjög sterkar skoðanir á því hvenær jólalögin eiga að fara í tækin. 10. nóvember 2017 11:30 Hvert er besta jólalag allra tíma? Það er fátt jólalegra en að hlusta á góðan spilunarlista af jólalögum og komast í gott hátíðarskap í leiðinni. 20. desember 2016 11:30 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Flestir kannast við lagið All I Want for Christmas Is You með söngkonunni Mariuh Carey og er lagið órjúfanlegur partur af jólahaldinu í hugum margra. Það kemur því einhverjum eflaust á óvart að lagið var í fyrsta sinn í ár að ná inn í efstu tíu sætin á vinsældarlistanum Billboard Hot 100. Lagið situr nú í níunda sæti listans en toppsætið verma þau Ed Sheeran og Beyoncé með lagið Perfect. Þess má geta að All I Want for Christmas Is You er á fjórðu plötu Mariuh, Merry Christmas, sem kom út árið 1994. Hún hefur því beðið eftir því að komast í efstu sæti Billboard Hot 100-listans í 23 ár. „Þetta er ótrúleg jólagjöf! Sem lagasmiður er það mikill heiður fyrir mig að þetta lag hafi náð inn í efstu tíu sætin á Billboard Hot 100-listanum í fyrsta sinn,“ segir Mariah í samtali við Billboard, gjörsamlega í skýjunum. „Í sannleika sagt hélt ég að þetta myndi aldrei gerast en ég er svo þakklát öllum sem kunna að meta þetta lag og að það sé partur af jólahefðum margra. Það hlýjar mér um hjartarætur og ég er svo stolt af þessu lagi sem ég samdi sem barn á litla Casio-hljómborðið mitt,“ bætir Mariah við. Þetta er í 28 sinn sem Mariah nær inn í efstu sæti Billboard Hot 100-listans. Síðast þegar það gerðist var það lagið Obsessed árið 2009 sem nældi sér í sjöunda sætið. Alls hafa átján lög Mariuh náð fyrsta sæti Billboard Hot 100-listans, sem er besti árangur einsöngvara í sögu listans.
Jól Jólalög Tengdar fréttir Hvenær er í lagi að byrja að spila jólalög? Það hafa margir Íslendingar mjög sterkar skoðanir á því hvenær jólalögin eiga að fara í tækin. 10. nóvember 2017 11:30 Hvert er besta jólalag allra tíma? Það er fátt jólalegra en að hlusta á góðan spilunarlista af jólalögum og komast í gott hátíðarskap í leiðinni. 20. desember 2016 11:30 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hvenær er í lagi að byrja að spila jólalög? Það hafa margir Íslendingar mjög sterkar skoðanir á því hvenær jólalögin eiga að fara í tækin. 10. nóvember 2017 11:30
Hvert er besta jólalag allra tíma? Það er fátt jólalegra en að hlusta á góðan spilunarlista af jólalögum og komast í gott hátíðarskap í leiðinni. 20. desember 2016 11:30