Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2017 22:21 Heather Heyer var 32 ára þegar hvítur þjóðernissinni ók á hana í Charlottesville í VIrginíu í ágúst. Vísir/AFP Lögreglustjórinn í bandarísku borginni Charlottesville sagði skyndileg af sér í dag. Skammt er síðan opinber skýrsla var gefin út um viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni í sumar þar sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir lélegan undirbúning, þjálfun og skipulag. Kona á fertugsaldri lét lífið í óeirðum sem brutust út á milli hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra í Charlottesville í Virginíu í ágúst. Einn hvítu þjóðernissinnanna ók hana niður á bíl sínum þegar hann keyrði í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu. Þrjátíu og fimm aðrir mótmælendur særðust í árásinni. Fyrrverandi ríkissaksóknari sem skilaði skýrslu um viðbrögð lögreglunnar við samkomunni og óeirðunum komst að þeirri niðurstöðu að skortur á viðunandi undirbúningi hafi leitt til „skelfilegra afleiðinga“. Sautján dagar eru síðan að skýrslan kom út. Alfred Thomas, lögreglustjórinn í Charlottesville, tilkynnti um afsögn sína í dag, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lögreglumenn hafi ekki gripið inn í átök sem brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda. Saksóknarinn sem fór yfir vinnubrögð lögreglunnar sagði að það hefðu verið mistök sem höfðu raunverulegar og varanlegar afleiðingar. Hafði hann eftir nokkrum lögreglumönnum að lögreglustjórinn hefði sagt þeim að leyfa fólkinu að slást því það myndi auðvelda lögreglunni að lýsa samkomuna ólöglega. Dauði konunnar hafi verið sorglegasta birtingarmynd þess hvernig lögreglan brást í að gæta öryggis borgaranna. Þannig hafi engir lögreglumenn verið á því svæði þar sem öfgamaðurinn ók á mótmælendurna. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sjá meira
Lögreglustjórinn í bandarísku borginni Charlottesville sagði skyndileg af sér í dag. Skammt er síðan opinber skýrsla var gefin út um viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni í sumar þar sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir lélegan undirbúning, þjálfun og skipulag. Kona á fertugsaldri lét lífið í óeirðum sem brutust út á milli hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra í Charlottesville í Virginíu í ágúst. Einn hvítu þjóðernissinnanna ók hana niður á bíl sínum þegar hann keyrði í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu. Þrjátíu og fimm aðrir mótmælendur særðust í árásinni. Fyrrverandi ríkissaksóknari sem skilaði skýrslu um viðbrögð lögreglunnar við samkomunni og óeirðunum komst að þeirri niðurstöðu að skortur á viðunandi undirbúningi hafi leitt til „skelfilegra afleiðinga“. Sautján dagar eru síðan að skýrslan kom út. Alfred Thomas, lögreglustjórinn í Charlottesville, tilkynnti um afsögn sína í dag, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lögreglumenn hafi ekki gripið inn í átök sem brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda. Saksóknarinn sem fór yfir vinnubrögð lögreglunnar sagði að það hefðu verið mistök sem höfðu raunverulegar og varanlegar afleiðingar. Hafði hann eftir nokkrum lögreglumönnum að lögreglustjórinn hefði sagt þeim að leyfa fólkinu að slást því það myndi auðvelda lögreglunni að lýsa samkomuna ólöglega. Dauði konunnar hafi verið sorglegasta birtingarmynd þess hvernig lögreglan brást í að gæta öryggis borgaranna. Þannig hafi engir lögreglumenn verið á því svæði þar sem öfgamaðurinn ók á mótmælendurna.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sjá meira
Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58