Framtíð án plasts í borginni okkar Sævar Þór Jónsson skrifar 18. desember 2017 21:04 Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun